Glæsileg gjöf í minningu Magneu G. Stefánsdóttur
Í síðustu viku komu þau Dagný Gísladóttir, Hildur B. Jónsdóttir og Stefán Jónsson í Heiðarskóla og færðu skólanum einingakubba að gjöf, að verðmæti 300.000 krónur. Þetta gerðu þau í minningu móður sinnar Magneu G. Stefánsdóttur, sem var umsjónarmaður Frístundar í Heiðarskóla til margra ára.
Eitt er víst að kubbarnir eiga eftir að koma sér mjög vel í Frístund, sem og í öðru starfi skólans. Færum við þeim systkinum bestu þakkir fyrir þessa höfðinglegu gjöf.
Gunnar Þór Jónsson,
skólastjóri.