Gjörbreyta þarf núverandi stjórnarstefnu í atvinnumálum þjóðarinnar
Aðalfundur kjördæmisráðs Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Suðurkjördæmi, haldinn í á Selfossi 1. desember 2002 hvetur til þess að gengið verði til kosninga á grundvelli málefna eins og verið hefur aðalsmerki flokksins hingað til. Vinstrihreyfingin grænt framboð er það stjórnmálaafl á Íslandi sem berst af krafti fyrir verndun náttúru og eflingu blómlegs mannlífs til sjávar og sveita.Gjörbreyta þarf núverandi stjórnarstefnu í atvinnumálum þjóðarinnar. Við viljum hafa fjölbreytni að leiðarljósi, efla og treysta byggð um allt land, auka jöfnuð, lýðræði og félagslegt réttlæti svo Ísland verði í fararbroddi í sjálfbærri þróun og sjálfbærri nýtingu auðlinda. Við viljum treysta sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar og leggja lóð Íslands á vogarskálar afvopnunar og friðarviðleitni.
Brýnt er að snúa vörn í sókn í íslenska velferðarkerfinu eftir nær 12 ára stjórnarforystu Sjálfstæðisflokksins. Hverfa verður af braut einkavæðingar í almannaþjónustu og sífelldra kostnaðarhækkana á almenning með komugjöldum, háu lyfjaverði og sjúklingasköttum, skólagjöldum og öðru slíku. Efla þarf á ný undirstöðu velferðarþjónustu, sem byggir á jafnrétti allra og jöfnum aðgangi að menntun, heilsugæslu og nauðsynlegri umönnun án tillits til efnahags.
Á sviði menntamála þarf að leggja höfuðáherslu á öflugt skólastarf og jafnan aðgang og jafnrétti til fjölbreytilegs náms á öllum skólastigum, hvort heldur í grunnskóla, framhaldsskóla, verkmenntun, símenntun og endurmenntun.
Við viljum að húsaleigubætur verði hækkaðar. Auðvelda þarf tekjulágum fjölskyldum og þeim sem eru að byggja eða kaupa sína fyrstu íbúð að koma sér upp þaki yfir höfuðið með því að veita þeim viðbótar lán og vaxtabætur.
Bæta þarf lífskjör þeirra í hópi aldraðra og öryrkja sem litlar sem engar tekjur hafa aðrar en samfélagslaun. Þörf er á gerbreyttri skattastefnu til kjarajöfnunar. Hækka þarf samfélagslaun úr almannatryggingakerfinu og auka möguleika atvinnulausra til endurmenntunar og starfsþjálfunar.
Við viljum efla mannréttindi í hvívetna. Örva þarf umræðu og efla fræðslu um jafnréttismál í þjóðfélaginu, tryggja þátttöku beggja kynja á öllum sviðum þjóðfélagsins; í starfsstéttum, stjórnsýslu og ákvarðanatöku. Stuðla þarf að því að nýbúar njóti gæða samfélagsins til jafns við innfædda Íslendinga, ekki síst með markvissri menntun og upplýsingagjöf. Tryggja þarf betur jafnrétti ólíkra trúarbragða í landinu. Við viljum gera kaup kynlífsþjónustu ólögleg og að refsa beri gerandanum, kaupandanum, en ekki þolandanum.
Við viljum sjálfbæra nýtingu orkulinda landsins í almannaþágu og sátt við umhverfi og náttúru. Við ítrekum þá afstöðu flokksins að gerð Kárahnjúkavirkjunar sé óverjandi vegna þeirra miklu og óafturkræfu náttúruspjalla sem hún hefði í för með sér. Auk þess er framkvæmdin hreint óráð frá sjónarhóli arðsemi og þjóðhagslegrar hagkvæmni.
Við viljum tryggja ævarandi verndun Þjórsárvera og stækka friðlandið þar eins og Gnúpverjar hafa meðal annarra lagt til og horfið verði frá öllum hugmyndum um orkumannvirki sem skerða myndu Þjórsárver meira en orðið er.
Grípa þarf þau sóknarfæri sem felast bæði í nýsköpun í atvinnurekstri og vaxtarmöguleikum hefðbundinna atvinnugreina í smáum og meðalstórum fyrirtækjum, en þar verða hlutfallslega til mun fleiri störf en í stóriðju. Mikilvægt er að nýsköpun í atvinnumálum taki mið af markmiðum sjálfbærrar þróunar atvinnulífsins og samfélagsins alls. Sérstaka áherslu ber að leggja á að virkja frumkvæði kvenna, skapa verðmæti úr hugviti og þekkingu, virkja mannauðinn og þau hráefni íslenskrar náttúru og umhverfis sem til staðar eru og mögulegt er að nýta á sjálfbæran hátt.
Leggja þarf áherslu á að landbúnaður verði áfram undirstöðuatvinnugrein sem byggir á þeirri einingu sem fjölskyldubúið er. Ferðaþjónusta og landbúnaður, hefðbundinn og lífrænn þurfa að haldast í hendur og hafa stuðning hvert af öðru.. Skapa þarf skilyrði til þess að bændur geti rekið og starfrækt sjálfir lítil sauðfjársláturhús sem framleiða ferska gæðavöru langt út yfir hefðbundinn sláturtíma. Efla þarf markaðssetningu landbúnaðarafurða sem gæðavöru innanlands og utan.
Þörf er á gerbreyttri stefnu við stjórn fiskveiða þannig að tryggður verði réttur fólksins í sjávarbyggðum til að nýta þær auðlindir sem búseta þess byggir á. Við bendum á ítarlegar tillögur flokksins um útfærslu á nýju fiskveiðistjórnunarkerfi þar sem framsal aflaheimilda er heft, ráðstöfunarréttur byggðarlaga aukinn og veiðar verða vistvænni með tilliti til orkunotkunar og verndunar dýrastofna og hafsbotns. Við Íslendingar berum ábyrgð á verndun og skynsamlegri nýtingu hafsvæðis sem er rúmlega sjö sinnum stærra en landið.
Í alþjóðamálum viljum við að íslensk stjórnvöld vinni að friðsamlegum samskiptum þjóða, afvopnun og lýðræðislegri alþjóðasamvinnu á sviði öryggismála og ítrekum þá stefnu flokksins að Ísland eigi að vera herlaust og standa utan hernaðarbandalaga.
Við viljum sameina þjóðina um herlaust, friðsælt Ísland. Við viljum að stjórnvöld geri ítarlega áætlun um eflingu atvinnulífs á Suðurnesjum þegar herinn fer, en það gerir hann fyrir eða síðar, hvort heldur fyrir tilstilli okkar eða bandarískra stjórnvalda. Brýnt er að við búum okkur undir að grípa þau tækifæri sem gefast til stóraukinnar nýtingar alþjóðaflugvallarins þegar hann verður eingöngu til friðsamlegra nota.
Alþjóðleg deilumál ber að leysa á friðsamlegan hátt en ekki með yfirgangi og hernaði. Við krefjumst þess að ríkisstjórn Íslands mótmæli áformum um árásir á Írak og neiti árásaraðilum um leyfi til afnota af íslensku landi. Leggja ber áherslu á réttlátar og sanngjarnar leikreglur í viðskiptum, stóraukna þróunarsamvinnu og jafnari skiptingu jarðargæða.
Í alþjóðasamvinnu viljum við leggja áherslu á fullveldi Íslands en efla jafnframt samskipti við aðrar þjóðir í öllum heimshlutum með samstarfi innan lýðræðislegra alþjóðastofnana og tvíhliða samningum við einstök ríki og ríkjasambönd. Í stað aðildar að Evrópusambandinu viljum við nýta þau tækifæri sem bjóðast víðs vegar um heiminn á sviði viðskipta og samvinnu.
Samþykkt samhljóða.
Brýnt er að snúa vörn í sókn í íslenska velferðarkerfinu eftir nær 12 ára stjórnarforystu Sjálfstæðisflokksins. Hverfa verður af braut einkavæðingar í almannaþjónustu og sífelldra kostnaðarhækkana á almenning með komugjöldum, háu lyfjaverði og sjúklingasköttum, skólagjöldum og öðru slíku. Efla þarf á ný undirstöðu velferðarþjónustu, sem byggir á jafnrétti allra og jöfnum aðgangi að menntun, heilsugæslu og nauðsynlegri umönnun án tillits til efnahags.
Á sviði menntamála þarf að leggja höfuðáherslu á öflugt skólastarf og jafnan aðgang og jafnrétti til fjölbreytilegs náms á öllum skólastigum, hvort heldur í grunnskóla, framhaldsskóla, verkmenntun, símenntun og endurmenntun.
Við viljum að húsaleigubætur verði hækkaðar. Auðvelda þarf tekjulágum fjölskyldum og þeim sem eru að byggja eða kaupa sína fyrstu íbúð að koma sér upp þaki yfir höfuðið með því að veita þeim viðbótar lán og vaxtabætur.
Bæta þarf lífskjör þeirra í hópi aldraðra og öryrkja sem litlar sem engar tekjur hafa aðrar en samfélagslaun. Þörf er á gerbreyttri skattastefnu til kjarajöfnunar. Hækka þarf samfélagslaun úr almannatryggingakerfinu og auka möguleika atvinnulausra til endurmenntunar og starfsþjálfunar.
Við viljum efla mannréttindi í hvívetna. Örva þarf umræðu og efla fræðslu um jafnréttismál í þjóðfélaginu, tryggja þátttöku beggja kynja á öllum sviðum þjóðfélagsins; í starfsstéttum, stjórnsýslu og ákvarðanatöku. Stuðla þarf að því að nýbúar njóti gæða samfélagsins til jafns við innfædda Íslendinga, ekki síst með markvissri menntun og upplýsingagjöf. Tryggja þarf betur jafnrétti ólíkra trúarbragða í landinu. Við viljum gera kaup kynlífsþjónustu ólögleg og að refsa beri gerandanum, kaupandanum, en ekki þolandanum.
Við viljum sjálfbæra nýtingu orkulinda landsins í almannaþágu og sátt við umhverfi og náttúru. Við ítrekum þá afstöðu flokksins að gerð Kárahnjúkavirkjunar sé óverjandi vegna þeirra miklu og óafturkræfu náttúruspjalla sem hún hefði í för með sér. Auk þess er framkvæmdin hreint óráð frá sjónarhóli arðsemi og þjóðhagslegrar hagkvæmni.
Við viljum tryggja ævarandi verndun Þjórsárvera og stækka friðlandið þar eins og Gnúpverjar hafa meðal annarra lagt til og horfið verði frá öllum hugmyndum um orkumannvirki sem skerða myndu Þjórsárver meira en orðið er.
Grípa þarf þau sóknarfæri sem felast bæði í nýsköpun í atvinnurekstri og vaxtarmöguleikum hefðbundinna atvinnugreina í smáum og meðalstórum fyrirtækjum, en þar verða hlutfallslega til mun fleiri störf en í stóriðju. Mikilvægt er að nýsköpun í atvinnumálum taki mið af markmiðum sjálfbærrar þróunar atvinnulífsins og samfélagsins alls. Sérstaka áherslu ber að leggja á að virkja frumkvæði kvenna, skapa verðmæti úr hugviti og þekkingu, virkja mannauðinn og þau hráefni íslenskrar náttúru og umhverfis sem til staðar eru og mögulegt er að nýta á sjálfbæran hátt.
Leggja þarf áherslu á að landbúnaður verði áfram undirstöðuatvinnugrein sem byggir á þeirri einingu sem fjölskyldubúið er. Ferðaþjónusta og landbúnaður, hefðbundinn og lífrænn þurfa að haldast í hendur og hafa stuðning hvert af öðru.. Skapa þarf skilyrði til þess að bændur geti rekið og starfrækt sjálfir lítil sauðfjársláturhús sem framleiða ferska gæðavöru langt út yfir hefðbundinn sláturtíma. Efla þarf markaðssetningu landbúnaðarafurða sem gæðavöru innanlands og utan.
Þörf er á gerbreyttri stefnu við stjórn fiskveiða þannig að tryggður verði réttur fólksins í sjávarbyggðum til að nýta þær auðlindir sem búseta þess byggir á. Við bendum á ítarlegar tillögur flokksins um útfærslu á nýju fiskveiðistjórnunarkerfi þar sem framsal aflaheimilda er heft, ráðstöfunarréttur byggðarlaga aukinn og veiðar verða vistvænni með tilliti til orkunotkunar og verndunar dýrastofna og hafsbotns. Við Íslendingar berum ábyrgð á verndun og skynsamlegri nýtingu hafsvæðis sem er rúmlega sjö sinnum stærra en landið.
Í alþjóðamálum viljum við að íslensk stjórnvöld vinni að friðsamlegum samskiptum þjóða, afvopnun og lýðræðislegri alþjóðasamvinnu á sviði öryggismála og ítrekum þá stefnu flokksins að Ísland eigi að vera herlaust og standa utan hernaðarbandalaga.
Við viljum sameina þjóðina um herlaust, friðsælt Ísland. Við viljum að stjórnvöld geri ítarlega áætlun um eflingu atvinnulífs á Suðurnesjum þegar herinn fer, en það gerir hann fyrir eða síðar, hvort heldur fyrir tilstilli okkar eða bandarískra stjórnvalda. Brýnt er að við búum okkur undir að grípa þau tækifæri sem gefast til stóraukinnar nýtingar alþjóðaflugvallarins þegar hann verður eingöngu til friðsamlegra nota.
Alþjóðleg deilumál ber að leysa á friðsamlegan hátt en ekki með yfirgangi og hernaði. Við krefjumst þess að ríkisstjórn Íslands mótmæli áformum um árásir á Írak og neiti árásaraðilum um leyfi til afnota af íslensku landi. Leggja ber áherslu á réttlátar og sanngjarnar leikreglur í viðskiptum, stóraukna þróunarsamvinnu og jafnari skiptingu jarðargæða.
Í alþjóðasamvinnu viljum við leggja áherslu á fullveldi Íslands en efla jafnframt samskipti við aðrar þjóðir í öllum heimshlutum með samstarfi innan lýðræðislegra alþjóðastofnana og tvíhliða samningum við einstök ríki og ríkjasambönd. Í stað aðildar að Evrópusambandinu viljum við nýta þau tækifæri sem bjóðast víðs vegar um heiminn á sviði viðskipta og samvinnu.
Samþykkt samhljóða.