Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Gjaldfrjálsar tannlækningar barna
Skessan í hellinum í Gróf fær ókeypis tannlækningar...
Miðvikudagur 7. janúar 2015 kl. 16:36

Gjaldfrjálsar tannlækningar barna

Samningur Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og Tannlæknafélags Íslands um tannlækningar barna tók gildi 15. maí 2013 og gildir til 30.apríl 2019. 
 
Samkvæmt samningnum eru tannlækningar barna greiddar að fullu af SÍ fyrir utan 2.500 kr. árlegt komugjald. Samningurinn er innleiddur í skrefum og frá og með 1. janúar 2018 verða öll börn frá 3 ára aldri komin með fulla greiðsluþátttöku SÍ.

Í upphafi samningsins tók hann til 15, 16 og 17 ára barna. Í áföngum hafa fleiri aldurshópar bæst inn. Frá og með 1.janúar 2015 falla börn á aldrinum 3ja ára og 8 – 17 ára undir samninginn. Þau börn sem samningurinn tekur ekki til eiga áfram rétt á greiðsluþátttöku vegna tannlæknakostnaðar í samræmi við endurgreiðslugjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands.

Tannlækningar barna sem ekki hafa náð aldursmörkum samningsins á hverjum tíma, eru með bráðavanda og búa við erfiðar félagslegar aðstæður eru greiddar að fullu af SÍ ef fyrir liggur samþykkt umsókn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024