Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Gjafir A-listans til þeirra serm kaupa húsgögn úr Reykjavík
Sunnudagur 14. maí 2006 kl. 13:36

Gjafir A-listans til þeirra serm kaupa húsgögn úr Reykjavík

Það vakti undrun mína þegar auglýsing um opnun útibús frá húsgagnaverslun í Reykjavík barst inn um bréfalúguna hjá mér merkt A-listanum. Þegar ég skoðaði plaggið nánar sá ég að þeir þrjátíu fyrstu sem kaupa sófasett hjá þessu útibúi sem er staðsett á kostningarskrifstofu A-listans fái ókeypis Stól í boði framboðsins. Mér fannst eitthvað skrítið við þetta og var hugsað til annara aðila sem reka húsgagnaverslanir hér í Reykjanesbæ hvort A-listinn hefði einnig boðið þeim sambærilegt tilboð þ.e. að gefa húsgögn ef einhver á viðskipti við þessar verslanir. Ég kannaði málið og komst að því að svo var ekki.

Óþægilegt fyrir formann Verslunarmannafélagsins
Mér var hugsað til oddvita listans sem einnig er formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja þar sem rík áhersla er lögð á það að allir verslunarmenn sitji við sama borð og ekki sé gert upp á milli aðila. Hlýtur þetta að vera mjög óþægileg staða sem hann er settur í af kostningastjórn A-listans að þurfa að bjóða ókeypis gjafir til þeirra sem versla hjá einum aðila en ekki öðrum. Hef ég ekki trú á öðru en formaðurinn biðji aðra verslunarmenn í Reykjanesbæ afsökunar á þessu framferði A-listans. Það hlýtur að vera lykilatriði fyrir hvaða framboð sem er að gera ekki uppá milli aðila þannig að líkur séu á að viðkomandi framboð njóti stuðnings allra en ekki bara útvaldra. Vil ég því beina spurningu til A-listans hvort aðrir verslunarmenn í Reykjanesbæ eigi von á því að framboðslistinn gefi fólki gjafir ef það verslar á einum stað en ekki öðrum?

Með vinsemd og virðingu

Skarphéðinn Njálsson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024