Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Geta ráðherrar haft jákvæð áhrif?
Fimmtudagur 7. júlí 2011 kl. 12:51

Geta ráðherrar haft jákvæð áhrif?

Í a.m.k. 12 ár hefur verið dundað við gerð rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma á Íslandi. Á meðan hægir verulega á ákvörðunum um virkjanir. Hægagangurinn vekur athygli út fyrir landssteinana. Forskot okkar í sérþekkingu á nýtingu vistvænnar orku minnkar. Niðurstöður liggja enn ekki fyrir en verkefnisstjórn hefur skilað skýrslu um svonefndan 2. áfanga. Þar kemur nú fram að Reykjanesvirkjun er m.a. talin í þeim hópi sem hefur minnst óæskileg áhrif. Í þrjú ár hefur HS orka beðið eftir virkjanaleyfi við Reykjanesvirkjun frá Orkustofnun. Enginn skilur lengur tafirnar. Á meðan er ekki unnt að ganga frá samningum um orku til stórverkefna á Reykjanesi. Mörg hundruð starfa sem gefa hvert á 7. milljón kr. í árslaun eru sett á bið í 12% atvinnuleysi.

Atvinnuleitendur á Reykjanesi hafa flestir víðtæka reynslu vegna fyrri starfa hjá varnarliðinu og við margvíslega þjónustu og iðnað. Reynsla þeirra nýtist vel til hvers kyns uppbyggingar á rafrænu gagnaveri, kísilveri, virkjunum, sjúkrahúsi, álveri, flugskýlum, gróðurhúsum, skipasmíðum og fiskeldisstöðvum. Þessi upptalning er ekki uppspuni. Hún gefur fyrirheit um þau verkefni sem grunnur hefur verið lagður að á Reykjanesi. Þau hefjast með þúsundum starfa tengdum uppbyggingu, síðan í rekstri. Flest eru þetta störf sem gefa á milli 4-600 þúsund króna mánaðarlaun.

Það er mikill misskilningur að halda að ríkisstjórn geti ekki beitt sér til framþróunar þessum verkefnum. Viðræður forsætisráðherra, fjármálaráðherra eða forseta Íslands við erlenda fjárfesta og fulltrúa áhugasamra ríkja hafa sýnt úr fortíðinni, að þær hafa aukið áhuga fjárfesta á Íslandi og aukið hraða við fjármögnun og framkvæmd verkefna.

Þetta þarf að koma ríkisstjórninni í skilning um. Suðurnesjamenn og landsmenn allir verða að láta í sér heyra.

Árni Sigfússon

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Bæjarstjóri Reykjanesbæjar