Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

  • Get ekki lengur orða bundist
  • Get ekki lengur orða bundist
Fimmtudagur 5. febrúar 2015 kl. 09:29

Get ekki lengur orða bundist

– Vegagerðin með 120 milljónir sem lager á Reykjanesbrautinni. Fyrir hvern?

Þeir sem aka Reykjanesbrautina hafa eflaust tekið eftir því að Vegagerðin ( sem sér um lýsingu á Reykjanesbrautinni ) hefur slökkt á öðrum hverjum staur í „sparnaðarskyni“.  Reykjanesbrautin er sennilega einn fjölfarnasti vegur á landinu og það telst því undum sæta að þar þurfi umferðaröryggi að víkja fyrir „sparnaði“ á orkukaupum!

Nú er það þannig að nánast allir staurar (sem ekki hafa fokið í butu) eru með ljóskúpla, en aðeins kveikt á öðrum hvorum staur. Það er því merkileg hagfræði að liggja með ónotaðan lager upp á ca. 120.000.000 (hundraðogtuttugumilljónir), sem gerir ekkert annað en að grotna niður og skemmast.

Það vill þannig til að undirritaður hefur m.a bent Vegagerðinni á að til er leið til að spara allt að 80-90% raforku, en það er með Ledljósum.  Fá mun betri lýsingu með þeim og svo það sem kanski skiptir líka máli er að þau eru ódýrari í innkaupum, meiri endingu og minna viðhald.

Það er engin tilviljun að t.d Bandaríkin hófu að led-væða alla opinbera lýsingu, ( götur, sjúkrahús, skóla ofl. ) árið 2002. En þá voru m.a sett upp 140.000 led ljós í götulýsingu í L.A.

Það er áhugavert að skoða 50 sekúndna ávarp Clintons frá árinu 2006 á You Tube:



Evrópa stefnir á að klára að ledvæða allt árið 2017. Bretar eru langt komnir með sitt.

Það er því ótrúlegt hversu seint við höfum verið að taka við okkur. Ég hef meir að segja orðið var við ótrúlega fordóma fagaðila sumra, en þess má geta að innan stutts tíma verður önnur lýsing ekki notuð. Gríðarleg bylting á eftir að eiga sér stað með led díóðu kerfinu/light spectrum  og ættu áhugasamir að kynna sér þá byltingu sem mun verða á næstu tveimur árum. Það væri efni í aðra og ítarlegri grein.

PS. Ég læt hér fylgja með útreikning sem gæti sýnt stöðuna fyrir Reykjanesbraut, en um 900 ljós eru á henni (ca. 450 í notkun) :

Núverandi staða:
450 ljós x 0,250w
Notkun pr. kl.st: 112,5 Kw. St.
Notkun pr. 12 tíma 1.350 Kw. St.
Notkun pr. mán. 40.5000 Kw. St.
Notkun pr. ár. 486.000 Kw. St
Kostnaður (8kr.Kw.st) 3.888.000.- (Hér gæti vantað inn dreifikostnað sem er verulegur)
Kostnaður á ljósakúplum ca: 31.470.300.-
(Verð samkv. uppl. á vef eins fyrirtækis. 63.934.- pr ljós án peru)

Ef notast væri við Ledlós:
450x0,080w
Notkun pr. kl.st 36 Kw. St.
Notkun pr. 12 tíma 432 Kw. St.
Notkun pr. mán. 12.960 Kw. St.
Notkun pr. ár. 155.520 Kw. St
Kostnaður (8kr.Kw.st) 1.244.160.-
Kostnaður á ljósakúplum ca: 17.100.000
(Verð pr. haus með „peru“. 38.000.- m/3 ára ábyrgð)

Niðurstaða:
Sparnaður á raforku pr. ári: 330.480 Kw.St
Sparnaður í kr: 2.643.840.-
Sparnaður í innkaupum:     14.370.300.-
Heildarsparnaður: 17.014.140.-

Eins og sjá má eru þetta óheyrilegar upphæðir og hér erum við aðeins að tala um Reykjanesbrautina og helming af ljósastaurunum sem þar eru nú fyrir. Þess ber að geta að Led er með mun lengri líftíma og svo eru þau ekki með perur , heldur díóður. Ábyrgð er einnig á Led-ljósum í allt að 3 ár. Engin áb. er á ljósunum sem eru fyrir og verið er að nota í dag.


Virðingarfyllst,
Guðmundur R Lúðvíksson
áhugamaður um Led.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024