Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Þriðjudagur 14. maí 2002 kl. 14:42

Gerum Garðinn betri

Þegar kosningar nálgast keppast frambjóðendur við að koma sér og málefnum sínum á framfæri. Auðvitað er það gott og nauðsynlegt til þess að kjósendur geti kynnt sér hugmyndir og skoðanir frambjóðenda. Það er hins vegar athyglisvert að sjá hversu mismunandi áherslurnar eru og hversu margir gleyma sér í því að fjalla neikvætt um annað fólk með útúrsnúningum og öðru orðskrumi. Þetta skrifar Laufey Erlendsdóttir í grein sinni til Víkurfrétta í dag.Þegar kosningar nálgast keppast frambjóðendur við að koma sér og málefnum sínum á framfæri. Auðvitað er það gott og nauðsynlegt til þess að kjósendur geti kynnt sér hugmyndir og skoðanir frambjóðenda. Það er hins vegar athyglisvert að sjá hversu mismunandi áherslurnar eru og hversu margir gleyma sér í því að fjalla neikvætt um annað fólk með útúrsnúningum og öðru orðskrumi. Mér finnst tímabært að ræða jákvæðari hluti og vil hér koma á framfæri hugmyndum mínum um hið jákvæða í Garðinum og hvernig við getum nýtt okkur þá kosti til frekari uppbyggingar og markaðssetningar. H-listinn stefnir á að bæta markviss og málefnaleg vinnubrögð í stjórnun sveitarfélagsins og bæta ásýnd og ímynd Garðsins út á við, þar sem möguleikar til frekari uppbyggingar og markaðssetningar eru fyrir hendi. Staðsetning og umhverfi Garðsins hefur mikla kosti og gefur marga möguleika til eflingar sveitarfélagsins. Í Garðinum er góður skóli sem er einstaklega vel skipaður áhugasömu fagfólki sem hefur mikinn metnað fyrir innra starfi skólans og áhuga á að gera góðan skóla betri.
Leikskólinn Gefnarborg sem er í nýju glæsilegu húsnæði, skipaður metnaðarfullu og góðu starfsfólki, er stofnun sem við getum verið stolt af. Reyndar hefur staðið á núverandi meirihluta í sveitarstjórn að samþykkja vilja foreldra, starfsfólks og okkar á H-listanum, til að bjóða upp á heitan mat fyrir börnin í hádeginu, en H-listinn mun áfram beita sér fyrir því.
Íþróttamiðstöðin í Garðinum er einnig glæsilegt mannvirki sem er vel tækjum búið og býður upp á fjölbreytta möguleika til heilsueflingar.
Umhverfið, náttúran og fuglalífið í Garðinum er alveg einstakt. Aðstaða til útiveru er auðvitað mjög góð og getur knattspyrnufélagið Víðir státað af æfingaaðstöðu sem gerist varla betri á landinu.
Svona mætti lengi telja. Því tel ég að markviss kynning og markaðssetning á Garðinum sé það sem ætti að stefna að sem fyrst. Nú, þegar sveitarfélög í nágrenni við Reykjavík eru í mikilli sókn og útlit er fyrir 200-250 ný störf í Helguvík og vaxandi áhugi er hjá almenningi fyrir heilsurækt, útivist og náttúrulegu umhverfi, er einmitt rétti tíminn til að hefja markaðssetningu sveitarfélagsins, því Garðurinn hefur allt til að bera til að vera eftirsóknarverður bústaður.
Að lokum vil ég minna á heimasíðu H-listans þar sem er að finna stefnuskrá listans í heild sinni: H-listinn.is.

Laufey Erlendsdóttir
6. sæti á H-lista, lista Sjálfstæðismanna og annara frjálslyndra kjósenda í Garði
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024