Gerum betur
„Við viljum nýjar áherslur og félagslega sinnaða forystu í landsmálin. Við viljum alvöru úrbætur í samfélaginu og sókn til bættra lífskjara almennings í góðærinu“.
Svona má móta kjarnann í samtölum við ótal kjósendur. Nú er sérstakt tækifæri til þess - nú þegar stjórnmálahreyfingar til vinstri stórbæta fylgi sitt. Málefnaleg barátta Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs hefur borið góðan ávöxt. Samtímis er hægt að þoka Íslandi áfram til sjálfbærra náttúrunytja og bætts lýðræðis, og standa skil á skuldbindingum okkar í loftslagsmálum og í hjálparstarfi við þurfandi um allan heim. Um leið getum við eflt skilyrði til góðrar menntunar og nýsköpunar, og aukið viðbrögðin við ótrúlega hraðri tækniþróun.
Traust forysta og öflugt starf VG og Katrínar Jakobsdóttur er til reiðu. Hvert atkvæði telur.
Ari Trausti Guðmundsson
þingmaður VG í Suðurkjördæmi