Georg Brynjarsson formaður Heimis
Á auka aðalfundi Heimis, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ, sem haldin var þann 24. janúar síðastliðinn var kjörin ný stjórn og varastjórn. Að venju skipti stjórn svo með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi en þá var Guðmundur Jóhann Árnason kjörin varaformaður, Árni Árnason kjörin ritari og Pétur Örn Helgason gjaldkeri. Georg Brynjarsson er formaður stjórnarinnar.Meðstjórnendur eru Hermann Helgason, Rúnar Sigurvinsson og Kristján Pétur Kristjánsson. Varastjórn skipa Íris Ósk Valþórsdóttir, Björgvin Árnason, Atli Már Gylfason, Védís Hervör Árnadóttir og Andri Örn Víðisson. Þessu til viðbótar valdi stjórn félagsins í þrjár nefndir; bæjarmálanefnd, málefnanefnd og félagsnefnd. Með þessu er ætlunin að gefa öllum áhugasömum félagsmönnum tækifæri á því að taka þátt í starfi félagsins og efla það fyrir komandi kosningabaráttu.