Gengið til góðs í dag
Jæja Suðurnesjamenn og konur nú er kjörið tækifæri til að láta gott af sér leiða og njóta útivistar í leiðinni. Í dag er Rauði Krossinn með söfnun og sá peningur sem kemur inn verður varið til aðstoðar við börn í sunnanverðri Afríku sem eiga um sárt að binda vegna alnæmis.
Landssöfnun Rauða krossins „Göngum til góðs” er haldin annaðhvort ár og er öllu fé sem safnast varið til langtímaverkefna Rauða krossins. Söfnunin er frábrugðin öðrum fjársöfnunum félagsins þar sem ekki einungis er verið að leita til almennings um fjárstuðning heldur einnig að virkja fólk til að sýna samstöðu sína með verðugu málefni í verki með því að gerast sjálfboðaliðar eina dagsstund. (tekið að vef RKÍ)
Er þetta ekki eitthvað sem kemur okkur öllum við?
Okkur vantar enn sjálfboðaliða í söfnunina í dag og gott væri ef einhverjir sæju sé fært á að koma í Rauða Kross húsið og skrá sig þar. margar hendur vinna létt verk og við ætlum okkur að ná því takmarki í dag að ganga í öll hús á Suðurnesjum (Grindavíkurdeildin er með söfnum í Grindavík)
Þannig að ég hvet sem flesta að koma og vera okkur innan handar við að styðja við börn í sunnanverðri Afríku sem eiga um sárt að binda vegna alnæmis
Með bestu þökkum og ósk um að sjá sem flesta
Arna Björk Hjörleifsdóttir
Sjálfboðaliði Suðurnesjadeildar Rauða Krossins
Landssöfnun Rauða krossins „Göngum til góðs” er haldin annaðhvort ár og er öllu fé sem safnast varið til langtímaverkefna Rauða krossins. Söfnunin er frábrugðin öðrum fjársöfnunum félagsins þar sem ekki einungis er verið að leita til almennings um fjárstuðning heldur einnig að virkja fólk til að sýna samstöðu sína með verðugu málefni í verki með því að gerast sjálfboðaliðar eina dagsstund. (tekið að vef RKÍ)
Er þetta ekki eitthvað sem kemur okkur öllum við?
Okkur vantar enn sjálfboðaliða í söfnunina í dag og gott væri ef einhverjir sæju sé fært á að koma í Rauða Kross húsið og skrá sig þar. margar hendur vinna létt verk og við ætlum okkur að ná því takmarki í dag að ganga í öll hús á Suðurnesjum (Grindavíkurdeildin er með söfnum í Grindavík)
Þannig að ég hvet sem flesta að koma og vera okkur innan handar við að styðja við börn í sunnanverðri Afríku sem eiga um sárt að binda vegna alnæmis
Með bestu þökkum og ósk um að sjá sem flesta
Arna Björk Hjörleifsdóttir
Sjálfboðaliði Suðurnesjadeildar Rauða Krossins