Gefðu gömlu tölvunni nýtt líf
Er tölvan orðin hæg? Ennþá með Windows XP? Eins og flestir vita er Microsoft hætt að styðja við Windows XP sem þýðir að ekki koma lengur öryggisuppfærslur. Því fylgir aukin áhætta, t.d. þegar vafrað er um netið.
þann 14 maí kl 18:00 að Hafnargötu 32 munu Píratar í Reykjanesbæ munu veita fræðslu og ráðgjöf um frjálsan hugbúnað og hvernig má í mörgum tilfellum lengja líftíma véla með því að skipta yfir í GNU/Linux stýrikerfið, sem er frjáls hugbúnaður og kostar ekki neitt.
Til eru margar mismunandi útgáfur af GNU/Linux og þeim sem það vilja mun standa til boða að fá það uppsett á tölvu sér að kostnaðarlausu á staðnum.