Geðveikt kaffihús
-hljómsveitin Eldar og fleira flott á sumardaginn fyrsta í Svarta pakkhúsinu
Sjúklegt kaffi, geggjað meðlæti, truflað handverk og klikkuð myndlist á boðstólum í Svarta pakkhúsinu Reykjanesbæ frá kl. 13:00 – 16:00 á sumardaginn fyrsta.
kl. 14:00 Leikhópur Listar án landamæra með skemmtiatrið
Kl. 15:00 hljómsveitin Eldar, skipuð Valdimar Guðmundssyni og Björgvini Ívari Baldurssyni.
Einnig jákvæð geðgreining, ljóðalestur og fleira skemmtilegt.
List án landamæra hefst nú í fjórða sinn á Suðurnesjum. Kaffihúsinu stýra félagar úr Björginni - Geðræktarmiðstöð Suðurnesja að fyrirmynd Hugarafls, aðrir þátttakendur eru þjónustunotendur Hæfingarstöðvarinnar o.fl.
Láttu sjá þig og þína – gott fyrir geðið