Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

  • GARÐURINN - bæjarfélag framtíðarinnar
  • GARÐURINN - bæjarfélag framtíðarinnar
Föstudagur 21. mars 2014 kl. 09:50

GARÐURINN - bæjarfélag framtíðarinnar

– Brynja Kristjánsdóttir skrifar

Bæjarfélag með fjárhagslega sterka stöðu og lágar álögur á íbúa er bæjarfélag framtíðarinnar. Sveitarfélagið Garður, bæjarfélagið okkar getur státað af því að vera í þessarri góðu stöðu í dag. Enginn einn hefur skapað þá stöðu heldur árverkni og samvinna bæjarfulltrúa og stjórnenda síðastliðna tugi ára leitt okkur hingað. Því er það mikilvægt að haldið sé áfram á sömu braut þegar við hefjum nýja ferð til næsta kjörtímabils og veljum á listann fólk til ábyrgðar bæði með reynslu og þekkingu  og þá sem tilbúnir eru nú til þessara ábyrgðarstarfa.

Markaðssetning bæjarins er framundan þar sem vekja þarf athygli á þessu fallega bæjarfélagi, umhverfinu, náttúrunni, menningunni, mannauðnum svo fjölga megi íbúum þess og fyrirtækjum til aukinna atvinnutækifæra.

Framtíðarsýn mín er að gera Garðinn að fjölskylduvænni bæ þar sem hugað er að þörfum íbúana bæði í þjónustu, lágum álögum, góðum skólum, fallegu umhverfi þar sem unnið er markvisst að gerð göngustíga, gangstétta, leiksvæða, og fegrun svæða í íbúabyggðinni. Svæðum sem auðvelt er að gera að fallegum útivistarstöðum fyrir fjölskylduna  með sameiginlegu átaki og samvinnu allra.
Gerum Garðinn í sameiningu að enn betri, öflugri og fjölskylduvænni bæ þar sem íbúarnir eru í aðalhlutverki og þarfir þeirra og óskir í fyrsta sæti í samvinnu við bæjaryfirvöld.

Ég bíð mig fram til áframhaldandi setu í bæjarstjórn með þá reynslu og þekkingu sem ég hef aflað mér á þeim 8 árum sem ég hef verið bæjarfulltrúi.

Ég óska eftir 2. sæti á listanum í prófkjörinu 22. mars nk.

Brynja Kristjánsdóttir

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024