Garður: Nýtt framboð – nýir tímar
Áhugafólk um sveitarstjórnarmál hefur ákveðið að bjóða fram lista til bæjarstjórnar í Garðinum í næstu kosningum. Hópur nýrra og óháðra kjósenda auk fólks sem áður studdi F-lista, H-lista eða I-lista hefur unnið að undirbúningi framboðsins undanfarnar vikur og er hann langt kominn.
Miðvikudaginn 8. mars kl. 20:00 verður haldinn opinn fundur í Sæborgu þar sem Garðbúum er gefinn kostur á að hafa áhrif á stefnumál framboðsins og taka þátt í áframhaldandi starfi.
Rætt verður í hópum undir stjórn hópstjóra um stefnumótun til framtíðar í skólamálum, umhverfismálum, menningarmálum, atvinnumálum, skipulagsmálum, félagsmálum, æskulýðsmálum og málefnum aldraðra.
Aðstandendur framboðsins hvetja Garðbúa til að mæta á fundinn og leggja sitt af mörkum til að setja nýjan kraft í starfsemi bæjarins, segir í tilkynningu.
Miðvikudaginn 8. mars kl. 20:00 verður haldinn opinn fundur í Sæborgu þar sem Garðbúum er gefinn kostur á að hafa áhrif á stefnumál framboðsins og taka þátt í áframhaldandi starfi.
Rætt verður í hópum undir stjórn hópstjóra um stefnumótun til framtíðar í skólamálum, umhverfismálum, menningarmálum, atvinnumálum, skipulagsmálum, félagsmálum, æskulýðsmálum og málefnum aldraðra.
Aðstandendur framboðsins hvetja Garðbúa til að mæta á fundinn og leggja sitt af mörkum til að setja nýjan kraft í starfsemi bæjarins, segir í tilkynningu.