Gamla búðin ónothæf fyrir ungmenni
Rætt hefur verið um hvort Gamla búðin, sem er hluti af Duus húsunum við Grófina, myndi henta sem menningarmiðstöð fyrir ungt fólk. Menn eru sammála um að nauðsynlegt er að hafa slíka menningarmiðstöð en deilt er um hvar hún ætti að vera. Tómstunda- og íþróttaráð Reykjanesbæjar segir húsið vera of lítið og henta illa sem miðstöð ungs fólks.
Tómstunda- og íþróttaráð fékk málið til umsagnar, ásamt fleiri aðilum sem málinu tengjast, en ráðið tók málið til umfjöllunar á fundi þann 7. mars sl. Ráðið fagnaði áhuga bæjarfulltrúa á að leita leiða að framtíðarlausn á húsnæðismálum ungs fólks á aldrinum 16-25 ára en lagði jafnframt áherslu á að staðsetning á slíku húsi þyrfti að vera sem mest miðsvæðis í Reykjanesbæ. Ráðið telur Gömlu búðina samt sem áður ekki henta vel fyrir starfsemina.
Í umsögn sem TÍR lagði fram eftir fundinn segir orðrétt:
„Samkvæmt upplýsingum sem TÍR hefur fengið, munu möguleikar ungs fólks á að taka þátt í uppbyggingu, breytingum eða fegrun þessa húss takmarkast verulega, m.a. vegna friðunar þess. Auk þess sem húsið er mikið skemmt að innan eftir bruna. Með því að koma á fót menningar- og þróunarsetri ungs fólks, vonaðist TÍR til að geta komið á móts við sem flesta hópa ungs fólks og aðstoðað þá við fjölbreytt áhugasvið þeirra eins og fram hefur komið í tillögum TÍR um
notkunarmöguleika. Gamla búðin er of lítil til að uppfylla þær óskir sem TÍR hefur lagt fram.
TÍR því miður ekki mælt með að þetta hús verði notað sem menningar- og þróunarsetur ungs fólks af ofangreindum ástæðum“,
Tómstunda- og íþróttaráð fékk málið til umsagnar, ásamt fleiri aðilum sem málinu tengjast, en ráðið tók málið til umfjöllunar á fundi þann 7. mars sl. Ráðið fagnaði áhuga bæjarfulltrúa á að leita leiða að framtíðarlausn á húsnæðismálum ungs fólks á aldrinum 16-25 ára en lagði jafnframt áherslu á að staðsetning á slíku húsi þyrfti að vera sem mest miðsvæðis í Reykjanesbæ. Ráðið telur Gömlu búðina samt sem áður ekki henta vel fyrir starfsemina.
Í umsögn sem TÍR lagði fram eftir fundinn segir orðrétt:
„Samkvæmt upplýsingum sem TÍR hefur fengið, munu möguleikar ungs fólks á að taka þátt í uppbyggingu, breytingum eða fegrun þessa húss takmarkast verulega, m.a. vegna friðunar þess. Auk þess sem húsið er mikið skemmt að innan eftir bruna. Með því að koma á fót menningar- og þróunarsetri ungs fólks, vonaðist TÍR til að geta komið á móts við sem flesta hópa ungs fólks og aðstoðað þá við fjölbreytt áhugasvið þeirra eins og fram hefur komið í tillögum TÍR um
notkunarmöguleika. Gamla búðin er of lítil til að uppfylla þær óskir sem TÍR hefur lagt fram.
TÍR því miður ekki mælt með að þetta hús verði notað sem menningar- og þróunarsetur ungs fólks af ofangreindum ástæðum“,