Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Þriðjudagur 1. apríl 2003 kl. 13:58

Gámar fyrir pappaumbúðir af drykkjarvöru settir upp

Ágætu Suðurnesjamenn! Þann 1. janúar síðastliðin tóku lög í gildi um úrvinnslugjald en þeim er ætlað að leysa af hólmi eldri lög um spilliefnagjald frá árinu 1996. Með þessum lögum á að stuðla að úrvinnslu úrgangs með því að leggja sérstakt úrvinnslugjald á vörur, sem fluttar eru til landsins eða framleiddar hér á landi.Úrvinnslugjaldið skal standa undir kostnaði við meðferð flokkaðs úrgangs, flutnings og förgun. Gjaldið mun leggjast á eftirtalda vöruflokka: umbúðir, olíuvörur, lífræn leysiefni og klórbundin efnasambönd, málningu og litarefni, rafhlöður og rafgeyma, vörur í ljósmyndaiðnaði, kvikasilfurvörur, varnarefni, kælimiðlar og hjólbarða. Einnig verður lagt úrvinnslugjald á ökutæki en glöggir bifreiðaeigendur hafa sjálfsagt tekið eftir því að innheimtar voru 520 kr. með bifreiðagjöldum nú í upphafi árs eða 1040 kr. heilsárslega. Úrvinnslugjald verður lagt á pappírs-, pappa- og plastumbúðir, veiðarfæri úr gerviefnum og heyrúlluplast frá 1. janúar 2004.
Móttaka á spilliefnum mun verða með sama hætti og áður en þann 1. apríl byrjaði Sorpeyðingarstöðin að taka við samsettum pappaumbúðum fyrir drykkjarvörur (mjólkurfernur, safafernur o.s.frv.) og hjólbörðum. Settir hafa verið sérstakir fernugámar við Sorpeyðingarstöðina við Hafnarveg, Kaskó, Samkaup, Olís (Grindavík), ESSO (Gerðahreppi), verslunina Ölduna (Sandgerði) og hreppskrifstofur í Vogum. Fólk er hvatt til þess að skola allar fernur vel áður en þær fara í gámana en þannig fæst betra hráefni til endurvinnslu. Auk þess gefst almenningi færi á því að losa sig við hjólbarða, endurgjaldslaust hjá Sorpeyðingarstöðinni við Hafnarveg. Ekki verður greitt skilagjald til almennings fyrir þessa vöruflokka.
Þann 1. júlí mun Sorpeyðingarstöðin við Hafnarveg byrja að taka við ökutækjum og skal greiða hverjum þeim sem afhendir gjaldskylt ökutæki til móttökustöðvar til endurnýtingar eða endanlegrar förgunar, 10.000 kr., hafi ökutækið verið afskráð og úrvinnslugjald greitt a.m.k einu sinni af viðkomandi ökutæki.

Virðingarfyllst,
Aron Jóhannsson
Umhverfisfulltrúi Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024