Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Mánudagur 6. janúar 2003 kl. 18:19

Gallup könnun: Suðurnesjaþingmönnum fækkar

Um helgina greindu Víkurfréttir frá Gallup könnun sem gerð var frá 28. nóvember til 29. desember á fylgi stjórnmálaflokkanna. Samkvæmt könnuninni fengi Sjálfstæðisflokkurinn fjóra fulltrúa kjörna í Suðurkjördæmi, Samfylkingin fengi 2 fulltrúa kjörna, Framsóknarflokkurinn fengi 3 menn kjörna í Suðurkjördæmi og Vinstri Grænir fengju einn fulltrúa kjörinn. Eftir síðustu alþingiskosningar 1999 áttu Suðurnesjamenn 4 þingmenn á Alþingi, Sigríði Jóhannesdóttur fyrir Samfylkingu sem dettur út eftir næstu kosningar, Kristján Pálsson en hann dettur út af þingi í vor. Hjálmar Árnason og Árni Ragnar Árnason halda áfram sæti sínu á alþingi samkvæmt skoðanakönnun Gallups og samkvæmt þessu hefur fækkað um tvo í þingliði Suðurnesjamanna.
Ef skoðað er hvaða einstaklingar komast á þing samkvæmt þessari skoðanakönnun, þegar litið er á framboðslista stjórnmálaflokkanna kemur eftirfarandi í ljós:

Sjálfstæðisflokkur - 4 menn
1. Árni Ragnar Árnason
2. Drífa Snædal
3. Guðjón Hjörleifsson
4. Kjartan Ólafsson
Böðvar Jónsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ og formaður bæjarráðs verður samkvæmt könnuninni fyrsti varamður, en hann skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins.


Samfylking - 2. menn
1. Margrét Frímannsdóttir
2. Lúðvík Björgvinsson
Jón Gunnarsson úr Vogum skipar 4. sæti lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, en samkvæmt könnuninni yrði Björgvin G. Sigurðsson af Suðurlandi fyrsti varamaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.


Framsóknarflokkur - 3. menn
1. Guðni Ágústsson
2. Hjálmar Árnason
3. ?
Ekki hefur verið raðað formlega upp á lista, en heimildir Víkurfrétta herma að uppröðun tveggja efstu sætanna sé örugg, þ.e. að Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra leiði listann og Hjálmar Árnason verði í 2. sæti. Ekki er enn ljóst hver verði í 3. sæti en samkvæmt heimildum Víkurfrétta er helst búist við að Ísólfur Gylfi Pálmason verði í 3. sæti og Suðurnesjakonan Helga Sigrún Harðardóttir í 4. sæti. Fleiri nöfn eru upp á borðinu í 3. og 4. sæti, t.d. Árni Magnússon framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins og fyrrverandi aðstoðarmaður utanríkisráðherra, Suðurnesjakonan Drífa Sigfúsdóttir og Eygló Harðardóttir úr Vestmannaeyjum. Framboðslisti flokksins verður ákveðinn á fundi Kjördæmisráðs um miðjan janúar.

Vinstri Grænir - 1. mann
Uppstillingarnefnd er að störfum en framboðslisti verður kynntur formlega á fundi Kjördæmisráðs sem haldinn verður um miðjan janúar. Heimildir Víkurfrétta herma að til standi að stilla Ragnari Stefánssyni jarðskjálftafræðingi upp í fyrsta sæti á framboðslista Vinstri Grænna í Suðurkjördæmi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024