Gætum orða okkar á lokadegi!
Þegar menn hafa komið sjálfum sér í öngstræti reyna margir þeirra að bylta sér og afsaka villur vega. Ég ætla ekki að elta ólar við skrif Reynis Valbergssonar nú á síðasta degi kosningabaráttunnar. Hann starfaði sem fjármálastjóri Reykjanesbæjar í rúm þrjú ár af þeim fjórum sem ég hef starfað sem bæjarstjóri. Hann sat sameiginlega fundi annarra framkvæmdastjóra, sem eru haldnir vikulega og átti að veita ráðgjöf um fjármálaleg efni, hafa frumkvæði að breytingum og stjórna sínu fólki. Þar fara fram ábendingar sem þarf að koma á framfæri auk persónulegra samskipta. Enginn okkar stjórnenda kannast við að ekki hafi verið hlustað á Reyni. Hafi hann haft eitthvað fram að færa í ráðgjöf var að sjálfsögðu hlustað á það af okkur stjórnendum.
Ég óskaði honum góðs gengis á nýjum vinnustað þegar hann fór og hlutaðist til um að hann gæti hætt fljótt hjá okkur. Ég er ekki valdur að því að Reynir velur að hlaupa fram sem bæjarstjóraefni Samfylkingar og Framsóknar. Þetta líður fljótt hjá og þá gildir að menn geti áfram talað saman.
Vegni honum vel í framtíðinni.
Árni Sigfússon
bæjarstjóri
Ég óskaði honum góðs gengis á nýjum vinnustað þegar hann fór og hlutaðist til um að hann gæti hætt fljótt hjá okkur. Ég er ekki valdur að því að Reynir velur að hlaupa fram sem bæjarstjóraefni Samfylkingar og Framsóknar. Þetta líður fljótt hjá og þá gildir að menn geti áfram talað saman.
Vegni honum vel í framtíðinni.
Árni Sigfússon
bæjarstjóri