Fyrst enginn vill ábyrgð, hvers vegna að hafa áhyggjur?
Þegar ég var að ræða um daginn við félaga minn sem er mikill spekingur og eiginlega vitringur um þennan rauða bjarma sem léki um augu mín, varð honum að orði: ,,Konráð! Viska og heimska er að mörgu leyti lík en það sem skilur á milli er að viskan er takmörkuð en heimskan ekki. Þú veist alveg hvað efnishyggjan er grimm og þröngsýn. Þar er ekkert rými fyrir neitt nema peninga, gróða og vitleysisgang. Því máttu líta á þetta sem þroskamerki að láta þig varða um aðra og kunna að finna til með þeim.”
Jú, þetta var eins og talað út úr sál minni. En ég vildi samt ekki alveg kaupa það umræðulaust að Vinstri-grænir byggju yfir meiri þroska en annað fólk.
Þennan sama dag gerðist líka annar skemmtilegur atburður.
,,Loksins, loksins koma lög með einhverju viti frá þessum alþingismönnum,” varð mér að orði þegar ég fékk bækling frá vátryggingafélaginu mínu um nýja leið til að æfa barnið mitt í umferðinni áður en það næði 17 ára aldri. Æfingaakstur heitir þetta fyrirbæri og er meiriháttar sniðugt.
Við fáum næði til að ráðleggja og leiðbeina fallegustu og bestu verðmætunum okkar sem við getum eignast í lífinu og gert þau hæfari út í umferðinni áður en alvaran skellur á. Og fá tíma til þess er ekki lítil gjöf í sjálfu sér, hverjum svo sem við eignum hana. Það má vel vera að það sé rétt að blessuð börnin séu okkur foreldrunum verðmætari en við þeim en þó held ég að það sé gagnkvæmt.
Í samnefndum bæklingi sem var frá VÍS með tvö ungmenni á forsíðu ásamt orðunum ,,Leiðbeinendaþjálfun í ökunámi” var farið í gegnum þetta ferli og þar sagði m.a:
,,Afar mikilvægt er að leiðbeinandi sé góð fyrirmynd enda læra nýir ökumenn það sem fyrir þeim er haft. Brýna þarf fyrir ökunemanum að nota alltaf bílbeltið og aka á löglegum hraða… Varasamt og óæskilegt er að viðra neikvæðar skoðanir á umferðarmálum, umferðarmannvirkjum eða aksturslagi einstakra ökumanna. Eftir að hverjum æfingaaksturstíma lýkur er nauðsynlegt að setjast niður og ræða málin þ.e. hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis og hvað má betur fara. Ekki er æskilegt að farþegar séu í bílnum við æfingaakstur. Æfingaakstur með ungmenni krefst færni, þekkingar, þolinmæði og æðruleysis. Við skulum vera minnug þess að akstur er dauðans alvara og því afar mikilvægt að vel takist til.”
Þá útskýrði bæklingurinn hversu mikilvæg æfingin væri ökunemanum og þar sagði:
,,Leiðbeinendaþjálfun er hugsuð sem viðbót við ökunámið sjálft en kemur ekki staðinn fyrir ökutíma hjá menntuðum ökukennara…. Mörg ungmenni sem eru að undirbúa sig fyrir ökuprófið eiga foreldra eða aðra velunnara sem vilja leggja sitt af mörkum til að ökuneminn verði farsæll ökumaður.”
En hvernig fer þetta fram og hvað þarf að gera?
,,Sá sem tekur að sér að leiðbeina í akstri þarf að hafa náð 24 ára aldri, hafa gild ökuréttindi til að stjórna þeim flokki ökutækja sem æfa á akstur með og hafa a.m.k. fimm ára reynslu af að aka þannig ökutæki. Hann má ekki, á undan gengnum 12 mánuðum, hafa verið án ökuskírteinis eða verið refsað fyrir vítaverða aksturshætti á því tímabili. Sótt er um leyfi til leiðbeinendaþjálfunar til lögreglustjóra í heimabyggð viðkomandi á þar til gerðu eyðublaði. Ökukennari þarf að votta að nemandinn hafi öðlast nægilega þekkingu á umferðarreglum og þjálfun í stjórnun ökutækis til að æfa akstur með leiðbeinanda. Leiðbeinandinn þarf alltaf að hafa leyfisbréfið fyrir þjálfunarakstri meðferðis og sýna það þegar og ef lögregla krefst þess. Þegar nemandinn ekur með leiðbeinanda þarf bifreiðin að vera sérstaklega merkt með skilti sem á stendur ,,Æfingaakstur”.
Bifreiðin þarf að vera í fullkomnu lagi, hún skoðuð og ábyrgðartrygging þarf að vera í lagi. Leiðbeinandi þarf að afla sér sérstakrar staðfestingar hjá VÍS um að bifreiðin haldi ábyrgðartryggingunni, þrátt fyrir þessa notkun.”
Síðan sagði bæklingurinn frá ábyrgð leiðbeinandans sem telst stjórnandi bifreiðarinnar þó hann sé í farþegasætinu og ef hann leiðbeini undir áhrifum áfengis eða slíkra vímuefna sætti hann sömu viðurlögum og ef hann sæti sjálfur undir stýri á bifreiðinni. Þá kom upptalning á öllu því sem þyrfti að æfa, skipta um gíra, hemla, bakka inn í stæði, hægri reglan, umferðarljós, hjólandi og gangandi vegfarendur, akstur við ólík veðurskilyrði, forgangur strætisvagna o.s.frv.
Fyrsta reglan var frá: Ég hafði lesið mér tímanlega til áður en nokkuð var ákveðið um æfingaakstur, jú, einmitt, þennan bækling og það næsta var að setja ferlið í gang.
Áður en lengra var haldið fór ég með bílinn á viðurkennt verkstæði í Reykjanesbæ fyrir þessa tegund með þeim orðum að það þyrfti að athuga gaumgæfilega öll öryggisatriði í bílnum því ég ætlaði að nota hann við æfingaakstur. Bremsuklossar voru fjarlægðir að framan og nýir settir í staðinn, olía og kerti og fleira var sett nýtt og 40.000,- krónur skiptu um eigendur og ég gat andað léttar. Reikninginn fór ég svo með til vátryggingafélagsins og maðurinn sem afgreiddi mig þar virtist ánægður með þennan sjónarhól að setja bílinn í sérstakt ,,tékk” út af þessum framtíðaráformum, skrifaði upplýsingarnar um viðgerðina ásamt væntanlegum ökunema inn í tölvuna.
Þá var að stíga skref númer tvö að senda unga manninn í ökunám. Þetta hafði honum langað til að gera að fá bílpróf í nokkurn tíma þó honum vantaði enn nokkra mánuði upp á 17. aldursárið.
Jú, þetta gekk eftir, 10 tímar og bók með aksturstímum í nafni ökunemans og staðfesting ökukennarans í þá bók varð að veruleika og 50.000,- krónur skiptu um eigendur. Æfingamerkið með segulræmu, grænt að lit með hvítum stöfum var komið í hendurnar á mér og eftir að ég hafði setið sjálfur í bílnum með ökunemann undir stýri, ökukennarinn rætt við mig um eitt og annað og um það að ef eitthvað færi úrskeiðis gæti ég engum um það kennt nema sjálfum mér.
Þar sem ungi maðurinn býr í Reykjavík lá leiðin til VÍS til að fá staðfestingu tryggingafélagsins og konan ræddi um þá ábyrgð við son minn að vera með bílpróf og hann yrði að taka vara á þeim stundum þegar partýstemmningin birtist um helgar að láta engan mana sig til hraðaksturs eða slíks. Hún var mér allt að því sammála að oft væru þeir hættulegastir í umferðinni sem teldu sig kunna og geta allt eftir eitt eða tvö ár með ökuskírteini. Að lokum afhenti hún okkur auka baksýnisspegil og kvaddi okkur með brosi og handabandi.
,,Jæja,” sagði ég. ,,Þá eigum við ekki nema einn hlut eftir að fara með gögnin niður á Skúlagötu á skrifstofu ríkislögreglustjóra.”
Þar lögðum við bókina fram og fylltum út eyðublað og sagði afgreiðslukonan að eftir tvo daga, ef allt væri í góðu, gætum við hafið æfingaaksturinn.
Ég kom með þá tillögu á íbúafundi sem bæjarstjóri Reykjanesbæjar hélt fyrir nokkru að komið væri upp æfingaaðstöðu í samráði við lögreglu og umferðaraðila með skiltum og hringtorgum, litlum æfingabrekkum og bílastæði, tvöfaldri og einfaldri braut, umferðarvita ásamt fleiru hér á svæðinu. Þetta yrði ekki einhver gróðahugmynd, heldur framlag Stór – Reykjavíkursvæðisins, að meðtöldum Suðurnesjum til að búa til öruggari vegfarendur. Ég væri þess viss að þetta myndi verka sem segull á fólk til að koma og kenna ýmis atriði í æfingaakstri sem ekki er auðhlaupið að kenna út í umferðinni sjálfri.
Þessu mætti finna stað á milli Helguvíkur og Bergsins, í samræmi við yfirlýsingu bæjarstjóra að þarna yrði ekki reyst íbúðabyggð. Til þess að sjá hluta af þessu fyrir sér mætti hugsa sér tvö hringtorg og brekka þar á milli. Miðsvegar á þeim vegarspotta væri götuviti og þar hægt að æfa að taka af stað í brekku, með handbremsu og öllu tilheyrandi. Svæðið þyrfti að vera afgirt og eftirlitsaðili á staðnum á meðan það væri opið. Þetta væri líka kjörið svæði fyrir hjólreiðakennslu og kennslu á önnur ökutæki á öðrum tímum.
Þá var stóra stundin runnin upp. Sunnudagur, rólegheit á öllu og öllum og lítil umferð. Betra gat það ekki verið. Á leiðinni til Reykjavíkur límdi ég hraða bílsins á Reykjanesbrautinni á 90 km/klst eins og ég er vanur og það var sama hversu langt í burtu næst bíll var á eftir mér, hann nálgaðist mig stöðugt. Á tvöfalda kaflanum var leit að bíl sem ók undir 110 km/klst og einn æddi fram úr mér á því líkum hraða að mér fannst ég vera kyrrstæður þegar ég heyrði þytinn frá honum.
Þegar ég nálgaðist fyrsta hringtorgið í Hafnarfirði en þar rétt áður er aðliggjandi aðrein, þ.e.a.s. komið er þaðan inn í umferðina á þessari aðalgötu. Ungi ökumaðurinn sem hafði verið óþolinmóður á eftir mér æddi nú fram úr og fór að sýna kúnstir, á alltof miklum hraða, truflaði rennsli bílanna af aðreininni og klemmdi þá fasta sem ætluðu inn á. Enginn átti von á honum á þessum hraða.
Aðalbrautin er þarna tvöföld og til hvers að hafa áhyggjur, eða víkja, í rétti ef eitthvað kæmi upp á. Síðan vingsaði hann sér á milli akreina og hvarf sjónum á óræðum hraða út í buskann.
Mér finnst þessar aðreinar, ef þær heita það þá, fremur slysagjarnt fyrirbæri og krefst þess að umferð aðalgötunnar sýni tillitssemi svo allt megi ganga sem best fyrir sig. Sínu verst er hættan af bílnum sem er fyrir aftan þann sem er að koma sér inn í umferðina ef hann finnur ekki færi og klemmist fastur, þarf að hægja verulega ferðina. Þá er hætta á að sá fyrir aftan reyni að komast inn á undan honum og býr þannig til tvöfalda slysahættu. Hér áður var aðeins biðskyldumerki við þessar hliðarbrautir og einn bíll fór inn í umferðina í einu. Ég hef þó á einum stað séð þannig þessi mál útfærð að aðrein heldur sinni braut, rétthærri inn í umferðina en aðvífandi umferð víkur sjálfvirkt til hliðar.
Í umræðu um hraðakstur fyrir nokkru kom fram sá sjónarhóll að þeir sem ækju á löglegum hraða ættu ekki að fara að leika einhverja umferðarlöggu og því skilyrðislaust að víkja til hliðar og hleypa fram úr sér slíkum farartækjum. Ég hef velt þessu dálítið fyrir mér. Í fyrsta lagi er það staðreynd að ef allir ækju á löglegum hraða, væri enginn bíll sem gæti nálgast annan og gert síðan kröfu um framúrakstur. Því er hraðakstur auk þess að vera lögbrot, átroðningur á rétti þeirra sem vilja fara eftir lögum. Við skulum hafa það í huga. En þetta er ekki nóg. Í hegningarlögum er ákvæði um að hver sá sem hjálpar til við að fullkomna brot annars aðila sé meðsekur honum í brotinu. Og svo er til auðvitað gulls í gildi spurningin: ,,Hvar fást þessi hraðakstursskírteini og hvað fær fólk til að trúa því að einn megi það sem annar má ekki?
Þegar ég var ungur maður sjálfur og nýbúinn að taka bílpróf, ók eftir Kleppsveginum í Rvík sem þá var fyrir einfalda umferð í báðar áttir, sprakk hjólbarðinn á bílnum mínum að framan á sama tíma og steypubíll kom á móti mér á þó nokkurri ferð. Þó ég hafi aðeins verið á 60 km/klst þurfti ég að vinda svo snarlega upp á stýrið að ég var kominn með fulla beygju á það til að sporna við togi bílsins yfir á hinn vegarhelminginn. Heilt hjól er mun stærra en það sem sprungið er á og á ferð verður til heilmikið togafl. Ég fullyrði að ef ég hefði verið á 70-80 km/klst hefði ég ekki ráðið við þessar aðstæður og væntanlega lent í tjóni eða árekstri.
Því spyr ég hvað er fólk að hugsa sem ekur á 110 km. hraða? Mér finnst það merkilegt að þeir sem keyra ákafast eru oftast á bílum með græna skoðun þ.e.a.s. eitthvað að öryggisþáttum bílsins.
Endilega hugsum þetta til enda áður en við ákveðum einhverja vitleysu.
En aftur að æfingaakstrinum.
Þegar við vorum nýlega lagðir af stað á Vatnsleysustrandarvegi sáum við framundan bíl á móts við golfskálann beygja inn á veginn á móti okkur.
Ekki datt mér í hug að ég ætti eftir að verða vitni að því að 14. jólasveinninn ,,Speglasleikir” væri nú þegar kominn til byggða. Bílstjórinn, nálægt fimmtugu, staðsetti bíl sinn á götunni með miðlínu vegarins nokkurn veginn á milli hjólanna og gerði ráð fyrir því að við færum einfaldlega út af veginum fyrir hann.
Þetta var eins tæpt og tæpt gat orðið. Mér datt helst í hug að hann hefði lent í gloppu á golfvellinum, farið í fýlu og væri að jafna sig og sakirnar við okkur sakleysingjana.
Þessari ferð lauk sem betur fer giftusamlega og ég heiðraði ökunemann með pizzu, gosdrykk og videospólu að henni lokinni. Það væri nú annað hvort. Æfingarnar hafa gengið vel fram til þessa og sannfært mig um hvað þetta er bæði gaman og gefandi að vera leiðbeinandi og ég er öllum þakklátur fyrir það.
Að lokum væri það góð tilraun að setja sig niður á bekkinn hjá Boggabar í Reykjanesbæ og telja þá sem gefa ekki stefnuljós út úr hringtorginu sem þar er við Hafnargötuna.
Ef niðurstaðan yrði sú að 80% vegfarenda gæfu ekki stefnuljós, myndi ég segja að um stór-framfarir væri að ræða. Þetta er mjög bagalegt og tefur fyrir umferð auk þess sem þetta brýtur gegn umferðarlögum. Ég vil þó hæla almennt strætisvögnum, þungafluttningabifreiðum og mörgum hverjum fyrir lipurð í umferðinni en nokkrar fyrirmyndir hef ég þó séð sleppa stefnuljósum, þ.a.m. leigubílsstjóra.
Þrátt fyrir allt og eftir sem áður stendur spurningin:
Fyrst enginn vill ábyrgð, hvers vegna að hafa áhyggjur?
Hvernig er hægt að svara svona nokkru?
Ég get aldrei orðið betri bílstjóri en þú gefur mér ráðrúm til og þú verður alltaf eins góður bílstjóri og ég (ef til vill betri) ef við vinnum að þessu sameiningu.
Ummm, jú, þetta var ágætis svar, sko þannig, en dálítið örlaði á sjálfshóli, fannst mér.
Konráð K. Björgólfsson
Reykjanesbæ
Jú, þetta var eins og talað út úr sál minni. En ég vildi samt ekki alveg kaupa það umræðulaust að Vinstri-grænir byggju yfir meiri þroska en annað fólk.
Þennan sama dag gerðist líka annar skemmtilegur atburður.
,,Loksins, loksins koma lög með einhverju viti frá þessum alþingismönnum,” varð mér að orði þegar ég fékk bækling frá vátryggingafélaginu mínu um nýja leið til að æfa barnið mitt í umferðinni áður en það næði 17 ára aldri. Æfingaakstur heitir þetta fyrirbæri og er meiriháttar sniðugt.
Við fáum næði til að ráðleggja og leiðbeina fallegustu og bestu verðmætunum okkar sem við getum eignast í lífinu og gert þau hæfari út í umferðinni áður en alvaran skellur á. Og fá tíma til þess er ekki lítil gjöf í sjálfu sér, hverjum svo sem við eignum hana. Það má vel vera að það sé rétt að blessuð börnin séu okkur foreldrunum verðmætari en við þeim en þó held ég að það sé gagnkvæmt.
Í samnefndum bæklingi sem var frá VÍS með tvö ungmenni á forsíðu ásamt orðunum ,,Leiðbeinendaþjálfun í ökunámi” var farið í gegnum þetta ferli og þar sagði m.a:
,,Afar mikilvægt er að leiðbeinandi sé góð fyrirmynd enda læra nýir ökumenn það sem fyrir þeim er haft. Brýna þarf fyrir ökunemanum að nota alltaf bílbeltið og aka á löglegum hraða… Varasamt og óæskilegt er að viðra neikvæðar skoðanir á umferðarmálum, umferðarmannvirkjum eða aksturslagi einstakra ökumanna. Eftir að hverjum æfingaaksturstíma lýkur er nauðsynlegt að setjast niður og ræða málin þ.e. hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis og hvað má betur fara. Ekki er æskilegt að farþegar séu í bílnum við æfingaakstur. Æfingaakstur með ungmenni krefst færni, þekkingar, þolinmæði og æðruleysis. Við skulum vera minnug þess að akstur er dauðans alvara og því afar mikilvægt að vel takist til.”
Þá útskýrði bæklingurinn hversu mikilvæg æfingin væri ökunemanum og þar sagði:
,,Leiðbeinendaþjálfun er hugsuð sem viðbót við ökunámið sjálft en kemur ekki staðinn fyrir ökutíma hjá menntuðum ökukennara…. Mörg ungmenni sem eru að undirbúa sig fyrir ökuprófið eiga foreldra eða aðra velunnara sem vilja leggja sitt af mörkum til að ökuneminn verði farsæll ökumaður.”
En hvernig fer þetta fram og hvað þarf að gera?
,,Sá sem tekur að sér að leiðbeina í akstri þarf að hafa náð 24 ára aldri, hafa gild ökuréttindi til að stjórna þeim flokki ökutækja sem æfa á akstur með og hafa a.m.k. fimm ára reynslu af að aka þannig ökutæki. Hann má ekki, á undan gengnum 12 mánuðum, hafa verið án ökuskírteinis eða verið refsað fyrir vítaverða aksturshætti á því tímabili. Sótt er um leyfi til leiðbeinendaþjálfunar til lögreglustjóra í heimabyggð viðkomandi á þar til gerðu eyðublaði. Ökukennari þarf að votta að nemandinn hafi öðlast nægilega þekkingu á umferðarreglum og þjálfun í stjórnun ökutækis til að æfa akstur með leiðbeinanda. Leiðbeinandinn þarf alltaf að hafa leyfisbréfið fyrir þjálfunarakstri meðferðis og sýna það þegar og ef lögregla krefst þess. Þegar nemandinn ekur með leiðbeinanda þarf bifreiðin að vera sérstaklega merkt með skilti sem á stendur ,,Æfingaakstur”.
Bifreiðin þarf að vera í fullkomnu lagi, hún skoðuð og ábyrgðartrygging þarf að vera í lagi. Leiðbeinandi þarf að afla sér sérstakrar staðfestingar hjá VÍS um að bifreiðin haldi ábyrgðartryggingunni, þrátt fyrir þessa notkun.”
Síðan sagði bæklingurinn frá ábyrgð leiðbeinandans sem telst stjórnandi bifreiðarinnar þó hann sé í farþegasætinu og ef hann leiðbeini undir áhrifum áfengis eða slíkra vímuefna sætti hann sömu viðurlögum og ef hann sæti sjálfur undir stýri á bifreiðinni. Þá kom upptalning á öllu því sem þyrfti að æfa, skipta um gíra, hemla, bakka inn í stæði, hægri reglan, umferðarljós, hjólandi og gangandi vegfarendur, akstur við ólík veðurskilyrði, forgangur strætisvagna o.s.frv.
Fyrsta reglan var frá: Ég hafði lesið mér tímanlega til áður en nokkuð var ákveðið um æfingaakstur, jú, einmitt, þennan bækling og það næsta var að setja ferlið í gang.
Áður en lengra var haldið fór ég með bílinn á viðurkennt verkstæði í Reykjanesbæ fyrir þessa tegund með þeim orðum að það þyrfti að athuga gaumgæfilega öll öryggisatriði í bílnum því ég ætlaði að nota hann við æfingaakstur. Bremsuklossar voru fjarlægðir að framan og nýir settir í staðinn, olía og kerti og fleira var sett nýtt og 40.000,- krónur skiptu um eigendur og ég gat andað léttar. Reikninginn fór ég svo með til vátryggingafélagsins og maðurinn sem afgreiddi mig þar virtist ánægður með þennan sjónarhól að setja bílinn í sérstakt ,,tékk” út af þessum framtíðaráformum, skrifaði upplýsingarnar um viðgerðina ásamt væntanlegum ökunema inn í tölvuna.
Þá var að stíga skref númer tvö að senda unga manninn í ökunám. Þetta hafði honum langað til að gera að fá bílpróf í nokkurn tíma þó honum vantaði enn nokkra mánuði upp á 17. aldursárið.
Jú, þetta gekk eftir, 10 tímar og bók með aksturstímum í nafni ökunemans og staðfesting ökukennarans í þá bók varð að veruleika og 50.000,- krónur skiptu um eigendur. Æfingamerkið með segulræmu, grænt að lit með hvítum stöfum var komið í hendurnar á mér og eftir að ég hafði setið sjálfur í bílnum með ökunemann undir stýri, ökukennarinn rætt við mig um eitt og annað og um það að ef eitthvað færi úrskeiðis gæti ég engum um það kennt nema sjálfum mér.
Þar sem ungi maðurinn býr í Reykjavík lá leiðin til VÍS til að fá staðfestingu tryggingafélagsins og konan ræddi um þá ábyrgð við son minn að vera með bílpróf og hann yrði að taka vara á þeim stundum þegar partýstemmningin birtist um helgar að láta engan mana sig til hraðaksturs eða slíks. Hún var mér allt að því sammála að oft væru þeir hættulegastir í umferðinni sem teldu sig kunna og geta allt eftir eitt eða tvö ár með ökuskírteini. Að lokum afhenti hún okkur auka baksýnisspegil og kvaddi okkur með brosi og handabandi.
,,Jæja,” sagði ég. ,,Þá eigum við ekki nema einn hlut eftir að fara með gögnin niður á Skúlagötu á skrifstofu ríkislögreglustjóra.”
Þar lögðum við bókina fram og fylltum út eyðublað og sagði afgreiðslukonan að eftir tvo daga, ef allt væri í góðu, gætum við hafið æfingaaksturinn.
Ég kom með þá tillögu á íbúafundi sem bæjarstjóri Reykjanesbæjar hélt fyrir nokkru að komið væri upp æfingaaðstöðu í samráði við lögreglu og umferðaraðila með skiltum og hringtorgum, litlum æfingabrekkum og bílastæði, tvöfaldri og einfaldri braut, umferðarvita ásamt fleiru hér á svæðinu. Þetta yrði ekki einhver gróðahugmynd, heldur framlag Stór – Reykjavíkursvæðisins, að meðtöldum Suðurnesjum til að búa til öruggari vegfarendur. Ég væri þess viss að þetta myndi verka sem segull á fólk til að koma og kenna ýmis atriði í æfingaakstri sem ekki er auðhlaupið að kenna út í umferðinni sjálfri.
Þessu mætti finna stað á milli Helguvíkur og Bergsins, í samræmi við yfirlýsingu bæjarstjóra að þarna yrði ekki reyst íbúðabyggð. Til þess að sjá hluta af þessu fyrir sér mætti hugsa sér tvö hringtorg og brekka þar á milli. Miðsvegar á þeim vegarspotta væri götuviti og þar hægt að æfa að taka af stað í brekku, með handbremsu og öllu tilheyrandi. Svæðið þyrfti að vera afgirt og eftirlitsaðili á staðnum á meðan það væri opið. Þetta væri líka kjörið svæði fyrir hjólreiðakennslu og kennslu á önnur ökutæki á öðrum tímum.
Þá var stóra stundin runnin upp. Sunnudagur, rólegheit á öllu og öllum og lítil umferð. Betra gat það ekki verið. Á leiðinni til Reykjavíkur límdi ég hraða bílsins á Reykjanesbrautinni á 90 km/klst eins og ég er vanur og það var sama hversu langt í burtu næst bíll var á eftir mér, hann nálgaðist mig stöðugt. Á tvöfalda kaflanum var leit að bíl sem ók undir 110 km/klst og einn æddi fram úr mér á því líkum hraða að mér fannst ég vera kyrrstæður þegar ég heyrði þytinn frá honum.
Þegar ég nálgaðist fyrsta hringtorgið í Hafnarfirði en þar rétt áður er aðliggjandi aðrein, þ.e.a.s. komið er þaðan inn í umferðina á þessari aðalgötu. Ungi ökumaðurinn sem hafði verið óþolinmóður á eftir mér æddi nú fram úr og fór að sýna kúnstir, á alltof miklum hraða, truflaði rennsli bílanna af aðreininni og klemmdi þá fasta sem ætluðu inn á. Enginn átti von á honum á þessum hraða.
Aðalbrautin er þarna tvöföld og til hvers að hafa áhyggjur, eða víkja, í rétti ef eitthvað kæmi upp á. Síðan vingsaði hann sér á milli akreina og hvarf sjónum á óræðum hraða út í buskann.
Mér finnst þessar aðreinar, ef þær heita það þá, fremur slysagjarnt fyrirbæri og krefst þess að umferð aðalgötunnar sýni tillitssemi svo allt megi ganga sem best fyrir sig. Sínu verst er hættan af bílnum sem er fyrir aftan þann sem er að koma sér inn í umferðina ef hann finnur ekki færi og klemmist fastur, þarf að hægja verulega ferðina. Þá er hætta á að sá fyrir aftan reyni að komast inn á undan honum og býr þannig til tvöfalda slysahættu. Hér áður var aðeins biðskyldumerki við þessar hliðarbrautir og einn bíll fór inn í umferðina í einu. Ég hef þó á einum stað séð þannig þessi mál útfærð að aðrein heldur sinni braut, rétthærri inn í umferðina en aðvífandi umferð víkur sjálfvirkt til hliðar.
Í umræðu um hraðakstur fyrir nokkru kom fram sá sjónarhóll að þeir sem ækju á löglegum hraða ættu ekki að fara að leika einhverja umferðarlöggu og því skilyrðislaust að víkja til hliðar og hleypa fram úr sér slíkum farartækjum. Ég hef velt þessu dálítið fyrir mér. Í fyrsta lagi er það staðreynd að ef allir ækju á löglegum hraða, væri enginn bíll sem gæti nálgast annan og gert síðan kröfu um framúrakstur. Því er hraðakstur auk þess að vera lögbrot, átroðningur á rétti þeirra sem vilja fara eftir lögum. Við skulum hafa það í huga. En þetta er ekki nóg. Í hegningarlögum er ákvæði um að hver sá sem hjálpar til við að fullkomna brot annars aðila sé meðsekur honum í brotinu. Og svo er til auðvitað gulls í gildi spurningin: ,,Hvar fást þessi hraðakstursskírteini og hvað fær fólk til að trúa því að einn megi það sem annar má ekki?
Þegar ég var ungur maður sjálfur og nýbúinn að taka bílpróf, ók eftir Kleppsveginum í Rvík sem þá var fyrir einfalda umferð í báðar áttir, sprakk hjólbarðinn á bílnum mínum að framan á sama tíma og steypubíll kom á móti mér á þó nokkurri ferð. Þó ég hafi aðeins verið á 60 km/klst þurfti ég að vinda svo snarlega upp á stýrið að ég var kominn með fulla beygju á það til að sporna við togi bílsins yfir á hinn vegarhelminginn. Heilt hjól er mun stærra en það sem sprungið er á og á ferð verður til heilmikið togafl. Ég fullyrði að ef ég hefði verið á 70-80 km/klst hefði ég ekki ráðið við þessar aðstæður og væntanlega lent í tjóni eða árekstri.
Því spyr ég hvað er fólk að hugsa sem ekur á 110 km. hraða? Mér finnst það merkilegt að þeir sem keyra ákafast eru oftast á bílum með græna skoðun þ.e.a.s. eitthvað að öryggisþáttum bílsins.
Endilega hugsum þetta til enda áður en við ákveðum einhverja vitleysu.
En aftur að æfingaakstrinum.
Þegar við vorum nýlega lagðir af stað á Vatnsleysustrandarvegi sáum við framundan bíl á móts við golfskálann beygja inn á veginn á móti okkur.
Ekki datt mér í hug að ég ætti eftir að verða vitni að því að 14. jólasveinninn ,,Speglasleikir” væri nú þegar kominn til byggða. Bílstjórinn, nálægt fimmtugu, staðsetti bíl sinn á götunni með miðlínu vegarins nokkurn veginn á milli hjólanna og gerði ráð fyrir því að við færum einfaldlega út af veginum fyrir hann.
Þetta var eins tæpt og tæpt gat orðið. Mér datt helst í hug að hann hefði lent í gloppu á golfvellinum, farið í fýlu og væri að jafna sig og sakirnar við okkur sakleysingjana.
Þessari ferð lauk sem betur fer giftusamlega og ég heiðraði ökunemann með pizzu, gosdrykk og videospólu að henni lokinni. Það væri nú annað hvort. Æfingarnar hafa gengið vel fram til þessa og sannfært mig um hvað þetta er bæði gaman og gefandi að vera leiðbeinandi og ég er öllum þakklátur fyrir það.
Að lokum væri það góð tilraun að setja sig niður á bekkinn hjá Boggabar í Reykjanesbæ og telja þá sem gefa ekki stefnuljós út úr hringtorginu sem þar er við Hafnargötuna.
Ef niðurstaðan yrði sú að 80% vegfarenda gæfu ekki stefnuljós, myndi ég segja að um stór-framfarir væri að ræða. Þetta er mjög bagalegt og tefur fyrir umferð auk þess sem þetta brýtur gegn umferðarlögum. Ég vil þó hæla almennt strætisvögnum, þungafluttningabifreiðum og mörgum hverjum fyrir lipurð í umferðinni en nokkrar fyrirmyndir hef ég þó séð sleppa stefnuljósum, þ.a.m. leigubílsstjóra.
Þrátt fyrir allt og eftir sem áður stendur spurningin:
Fyrst enginn vill ábyrgð, hvers vegna að hafa áhyggjur?
Hvernig er hægt að svara svona nokkru?
Ég get aldrei orðið betri bílstjóri en þú gefur mér ráðrúm til og þú verður alltaf eins góður bílstjóri og ég (ef til vill betri) ef við vinnum að þessu sameiningu.
Ummm, jú, þetta var ágætis svar, sko þannig, en dálítið örlaði á sjálfshóli, fannst mér.
Konráð K. Björgólfsson
Reykjanesbæ