Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

  • Fyrirlestur um kvíða unglinga
  • Fyrirlestur um kvíða unglinga
Laugardagur 15. október 2016 kl. 07:00

Fyrirlestur um kvíða unglinga

FFGÍR foreldrafélög grunnskólabarna í Reykjanesbæ bauð foreldrum upp á fyrirlestur um kvíða unglinga. Fyrirlesturinn fór fram  í Akademíunni fyrir fullum sal foreldra. 



Sálfræðingarnir Bettý Ragnarsdóttir og Ester Ingvarsdóttir fjölluðu ítarlega um kvíða unglinga og komu inn á eðli og einkenni. Foreldrum var kennt að þekkja kvíða og kvíðaeinkenni, birtingarmynd og helstu kvíðaraskanir barna og unglinga.

Ítarlega var rætt um hvenær kvíði er orðinn að vandamáli og hvaða fylgiraskanir geta fylgt. Komið var inn á þá þætti sem viðhalda kvíða og foreldrum kenndar hagnýtar aðferðir til að aðstoða börn/unglinga til að takast á við kvíða. Einnig var rætt um leiðir sem foreldrar geta notað til að koma í veg fyrir þróun kvíða hjá börnum og unglingum.

Fjallað var um áhrifaríkar leiðir í samskiptum við unglinga og hvernig sé hægt að byggja upp sterkan og sjálfsöruggan einstakling með jákvæðum aðferðum.  

Foreldrar, kennarar og annað fagfólk var sérstaklega boðið velkomið og þakkar FFGÍR fyrir frábæra mætingu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024