Fyrirhyggja að forvörnum: Góðir hlutir gerast hægt
Föstudaginn 26. jan hittust bæjarstjórarnir okkar og fóru yfir þessi uppbyggingar og forvarnarmál sem ég hef borið undir þá og ræddu þau vel og vandlega, og gera þeir sér fulla grein fyrir alvarleikanum og þörfinni á að hafa slíka þjónustu á svæðinu. Þeir hafa nú tekið höndum saman og styðja þeir þetta verkefni heils hugar. Einnig ræddi ég við Sigurjón heilsugæslulæknir og fáum við fullan stuðning frá honum og segir hann mikla þörf á þessu. Eins og flestir hafa sagt, þó fyrr hefði verið. Þannig að ég er búin að ræða málin við flesta fagaðilla sem ég tel þurfa að koma að svona verkefni að ég held, ef ekki biðst ég velvirðingar á því og vona ég að þeir gefi sig fram við mig, því ég vill ekki ganga fram hjá neinum í þessu. Þannig að næsta mál hjá mér nú er að ná saman þingmönnum okkar og ræða við þá um framhaldið og framtíð okkar í þessum málum. Vonandi verða þeir eins jákvæðir og allir hinir og umfram allt þá þurfum við að sýna samstöðu og standa saman að þessum málum. Við hljótum að geta það þótt að við séum Suðurnesjamenn.
Smá hugleiðing
Oft er spurt hvernig hefur þú það og yfirleitt er svarið.
Ég hef það bara fínt eða mér líður ágætlega.
En innst inni líður manni oft illa út af einhverjum aðstæðum.
Þetta veldur t.d. kvíða, ótta, þunglyndi og ýmisum öðrum óþarfa kvillum.
Þetta er ein ástæðan fyrir því að það er þörf fyrir svona aðstöðu.
P.s. Ég er búin að opna blogg síðu þar sem þið getið séð allar þær greinar sem hafa verið birtar og og fleira, sagt ykkar álit og fylgst með því sem er að gerast í þessum málum og jafnvel tekið þátt í þessu með mér, t.d með góðum ábendingum og hugmyndum um það sem betur má fara.
http://forvarnir.bloggar.is
Þessi síða er í notkun.( Skoðið og takið þátt )
http://forvarnir.blogg.is
Þessa síðu gaf ég upp fyrst en nota ekki lengur vegna vandamála sem komu upp.
Erlingur Jónsson