Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Fyrirhyggja að forvörnum
Þriðjudagur 20. mars 2007 kl. 10:16

Fyrirhyggja að forvörnum

Á tímabili hélt ég að ég væri sá eini sem ætti barn í neyslu eða einn af fáum. Allavega heyrist ekki í mjög mörgum, hélt samt að það væru fleiri en raun ber vitni. Þannig að það er kannski ekki ástæða fyrir svona aðstöðu hér á Suðurnesin, eða hvað. Jú það kom nú vel í ljós í rassíunni hjá lögregluni að það eru fleiri en ég, því þar voru 12 handteknir og er það örugglega lítill hluti.

 

Ég get alveg sagt ykkur það að það tekur mikinn toll af manni að eiga veikan fjölskyldu meðlim, hvort sem það er fullorðin eða barn, hvað þá ef  það er látið grassera  í mörg ár, eins og það gerði hjá mér. Þetta þarf ekki að taka svona langan tíma ef tekið er rétt á hlutunum og viðurkenna vanmátt sinn. Í þessum málum þarf að leita til og fara að ráðum fagaðila. þegar fjölskyldan er orðin veik og  meðvirk og sjúkdómurinn er látin grassera og þróast í langan tíma, jafnvel svo árum skiptir verðrur þetta alveg skelfilega erfitt og það fyrir alla. Maður er alltaf að vona og en ekkert gerist og það gerist ekkert fyrr en að það er búið að taka vel ígrundaða ákvörðun og gera það í einlægni.Er það þetta sem ég vil, ætla ég að brjóta allar brýr að baki mér áður en ég geri eitthvað. Ætla ég alveg að eyðileggja sjálfan mig, fjölskyluna mína, sambandið mitt, börnin mín, vini mína og fleiri. Þetta gerist ef ekkert er gert og það þarf að taka ákvörðun og hún þarf að vera einlæg og heiðarleg gagnvart manni sjálfum. Ef maður verður ekki heiðarlegur við sjálfan sig, verður maður það ekki við aðra. Hvenær er ég búin að fá nóg ( ég ætla, ég skal, ég verð ) Við þurfum að tala, opna okkur, sýna vilja. Við verðum að taka fyrsta skrefið, því það gerir enginn fyrir okkur. Það er alltaf von, maður má aldrei gefast upp. Ég ætla og ég get gert þetta fyrir mig. En þegar að við viðurkennum sjúkdómin og sættum okkur við hann, þá fyrst fer eitthvað jákvætt að gerast, hvort sem þú ert meðvirkur aðstandandi eða sjúklingurinn sjálfur. Þá fer því neikvæða að fækka og það jákvæða að fjölga sér og það smitar út frá sér líka, þá birtir einnig yfir fjölda fólks, og það taka allir eftir því.

Ég er t.d  einn af þeim sem hef gert sjálfan mig að fífli og asna í mörg ár og látið það viðgangast, þannig hef ég hjálpað syni mínum að sökkva dýpra og verða veikari og veikari og má bara þakka fyrir að hann skuli vera á lífi, ef hægt er að kalla það líf sem hann lifir. Af því að ég kunni og gat ekki tekið rétt á þessum málum. Svo meðvirkur og veikur var ég orðin. Þetta er allveg ótrúlegt hvað maður getur verið blindur á sína nánustu. Aðrir sjá þetta og benda manni á þetta en samt vildi maður ekki trúa því að þetta væri svona slæmt og hugsaði að þetta færi allt að lagast. Þvílík heimska og afneitun. Það er sko ekkert grín að vera meðvirkur aðstandandi og vera jafnvel sjúkur líka. Maður verður eins og hann, fer að ljúga, afsaka, koma skilaboðum áleiðis fyrir hann, fara á bak við allt og alla, og vera einfaldlega óheiðarlegur og ómerkilegur. Í svona ástandi gleymast oft aðrir sem þarf að hlúa að og dragast jafnvel inn í þennan vítahring líka. Ef manni líður ekki illa út af svona löguðu þá veit ég ekki hverju manni á að líða illa yfir.

Kveðja
Erlingur Jónsson
www.forvarnir.bloggar.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024