Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Fyrir hvern er Fréttablaðið og Stöð 2 að bera saman epli og appelsínur?
Laugardagur 9. júní 2007 kl. 11:43

Fyrir hvern er Fréttablaðið og Stöð 2 að bera saman epli og appelsínur?

Lítil dæmisaga vegna frétta um orkusölu til Norðuráls 7. júní 2007.

Fréttablaðið og Stöð 2 fjölluðu í dag um orkuverð sem OR gerir ráð fyrir að fá fyrir sölu á rafmagni til Norðuráls.  Í þessari litlu grein er ætlunin að gera grein fyrir raunveruleika þeirra viðskipta sem fréttamenn reyna að bera saman.

Rafmagn er nokkuð sérstök vara því hana verður að nota á sama augnabliki og hún er framleidd. Ekki er hægt að leggja þessa vöru inn á lager með einföldum hætti og því nokkuð frábrugðin almennum vörum eins og við þekkjum þær. 

Ef við hugsum okkur að við séum að selja þessa vöru til stórnotanda, þá er byggð sérstök verksmiðja fyrir þennan viðskiptavin og kaupir hann alla framleiðslu hennar í 20-25 ár, hvort sem hann hefur not fyrir hana eða ekki.  Þar að auki kaupir hann sjálfur hluta af þeim búnaði sem þarf til að taka á móti vörunni og fær hana afhenta í pakkningum sem eru 550 sinnum stærri en flestir venjulegir kaupendur (220.000/400) Þessi kaupandi tekur við vörunni allan sólarhringinn alla daga ársins.

Ef við berum þennan stórkaupanda saman við garðyrkjubónda þá kaupir nokkuð stór bóndi um 2,5 millj. einingar á ári og hinn viðskiptavinurinn um 3.000 millj. einingar á ári eða um 1.200 sinnum meira magn.  Garðyrkjubóndinn tekur við vöru sinni í 5.500 klst á ári en stórkaupandinn í 8.760 klst.
Stórkaupandinn tekur við vöru sinni í 550 sinnum stærri einingum en garðyrkjubóndinn og kostar þar að auki miklu til, til að geta tekið við vörunni í þessari stærðareiningu og tekur þar að auki á sig rýrnum vörunnar við afhendingu.
Flytja þarf vöru garðyrkjubóndans heim til hans um langa og þrönga vegi sem kosta mikið miðað við þær tekjur sem myndast af viðskiptunum auk þess að varan rýrnar um nokkuð eða um 4-6 % á leiðinni.

Stórkaupandinn verður að segja til fyrirfram hvað hann notar á hverri klst ársins.  Ef það bregst þarf hann að borga fyrir það sem hann pantar og ef hann tekur meira en hann pantar þá borgar hann líka sekt fyrir það. Þetta sleppur garðyrkjubóndinn við.

Þessi litla saga sýnir að skilningur þeirra aðila sem setja fram fréttir fyrir almenning er ekki alltaf mikill á viðfangsefninu og með greiðum aðgangi að almenningi er aðvelt að mynda skoðanir sem ekki eru alltaf byggðar á “réttri heildarmynd”.
 
Friðrik Friðriksson

Greinin birtist á vef Hitaveitu Suðurnesja hf. www.hs.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024