Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

  • Fyrir hvað stendur þú?
  • Fyrir hvað stendur þú?
Föstudagur 30. maí 2014 kl. 08:50

Fyrir hvað stendur þú?

– Sigurrós Antonsdóttir skrifar

Þessa spurningu er ég búin að fá nokkrum sinnum á síðustu vikum. Ég hef hugsað og spurt mig, er það ekki ljóst?  Ég er að bjóða mig fram með framboði með skýr stefnumál sem varða jöfnuð;- jöfnuð meðal lágra tekjuhópa sem hópa með hærri tekjur, jöfnuð meðal fólks með ólíkan uppruna og þjóðerni .

Hvað er það sem ég ætla standa fyrir?  Öll framboð leggja áherslu á  fjölskylduna, börnin og atvinnu. Auðvitað því þetta er það sem fólki stendur næst; - það sem skiptir máli!

Að finna eitthvað eitt málefni sem frambjóðandi ætlar að hafa sem stefnumál er erfitt að útlista því við á S-lista Samfylkingarinnar og óháðra stöndum fyrir nýrri sýn fyrir Reykjanesbæ. Við erum með skýr markmið og skýra sýn á hvernig skal ná þeim fram; ábyrga fjármálastjórn, stuðning við heimilin, styrkja nýsköpun og ferðaþjónustu. Gefa allt okkar til að skapa atvinnu jafnt sem er við minni fyrirtæki eða vistvæna stóriðju.

Ný sýn fyrir Reykjanesbæ
Ég stend fyrir stefnuskránna sem við í S-listanum unnum í sameiningu og erum samhuga um. Stend fyrir að vilja gera stjórnsýslu bæjarins skilvirkari, opnari og gegnsærri. Við þurfum að sýna ábyrgð og yfirvegun í reksti bæjarins. Ráðum óháða endurskoðendur til að fara yfir færslu fjármagns og fáum fullvissu um að engin hafi þar hagsmuni af.

Stend fyrir að verja fölskylduna á erfiðum tímum og tryggja öllum börnum aðkomu að íþróttum, menningar-og tómstundastarfi og sjálfsögðu tryggja að börnin fái sínar skólamáltíðir án þess að rukkarar hamri á foreldrum um greiðslur.

Stend fyrir því að bæta og auka öryggi aldraða sem búa enn í heimahússum. Það eru lífsgæði fólgin í því að fá að lifa sem lengst á sínu heimili. Sýnum öldrum þá virðingu sem þeir eiga skilð og sinnum þeim eins og okkur ber að gera.

Stend fyrir því að setja þurfi Reykjanesbæ metnaðarfulla umhverfisstefunu og auðvelda íbúum sorpflokkun og endurvinnslu. Núna þurfum við öll að vera vakandi og vera meðvituð gagnvart umhverfinu vegna uppbyggingu iðnaðar í Helguvík. Við erum með eitt af bestu hafnarsvæðum á landinu en við megum ekki afsala því fyrir skammtímahagsmuni og hugsanlega skaða umhverfi okkar í leiðinni.

Svo ég svari fyrrgreindri spurningu þá stend ég fyrir stefnu S-listans í Reykjanesbæ. Ég vil starfa fyrir fólkið til að gera bæinn okkar betri og vinna að því að móta samfélag grundvallað á jöfnuði, ábyrgð og gegnsæi .

X við S á laugardag tryggir breytingar og setur fjölskylduna í forgang.

Sigurrós Antonsdóttir
5. S-listans í Reykjanesbæ

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024