Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Fyllum TM-höllina
Föstudagur 17. mars 2017 kl. 15:08

Fyllum TM-höllina

Kæru Keflvíkingar,

Eins og allir vita þá fóru strákarnir okkar í mikla svaðilför norður í land í gær til að etja kappi við heljarmennin úr Skagafirði, Tindastól. Hetjurnar okkar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu bardagann og er komnir í 1-0.

Næsti bardagi er á sunudaginn kl. 19:15 í TM höllinni.
Nú ríður á að við stöndum saman kæru Keflvíkingar og mætum til að sýna strákunum stuðning!!
Hversu gaman væri það að stútfylla TM höllina og sýna Skagfirðingum hvernig við Keflvíkingar stöndum saman þegar í bardaga er komið.

Stjórn félagsins vill hvetja fólk til að mæta og mæta snemma, fá sér hamborgara og með því. Koma sér vel fyrir og stilla raddböndin fyrir leikinn þannig að þetta verði eins og vel æfður kór þegar leikurinn hefst. Litlu trommararnir okkar verða á staðnum ásamt „ gömlum“ hetjum til að keyra stemminguna áfram.

KEFLVÍKINGAR NÚ ER KOMIÐ AÐ ÞVÍ!
Keflavík – Tindastóll Leikur #2
TM höllin
Sunnudaginn 19.03.2017
19:15

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024