Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Aðsent

  • Furðulegt háttalag HS Veitna um nótt
  • Furðulegt háttalag HS Veitna um nótt
    Ívar Pétur Guðnason
Mánudagur 18. maí 2015 kl. 14:26

Furðulegt háttalag HS Veitna um nótt

– Ívar Pétur Guðnason skrifar

Um daginn skikkuðu HS Veitur eigendur íbúða í fjölbýlishúsum til þess að gangast í ábyrgð á skuldum og vanskilum eigenda annarra íbúða í húsinu. Þessi ákvörðun hefur farið hljótt og lítið hefur verið um hana fjallað, en það að skikka einhvern til þess að bera ábyrgð á skuldum annarra án skriflegs samþykkis er ólöglegt og líka fram úr hófi siðlaust. 
HS tók ákvörðun um að hætta að rukka eigendur í fjölbýli hlutfallslega fyrir notkun á heitu vatni í gegnum einn hemil. Í staðinn var ákveðið að einn íbúi eða húsfélag (þar sem það er til staðar) borgaði alla upphæðina og rukkaði síðan hina eigendurna eftir þeirra hlutfalli í reikningnum. Þetta felur í sér að sá sem fær heildarreikninginn þarf að fá greitt frá meðeigendunum og við vitum öll að því miður eru ekki allir jafn skilvísir og þeir ættu að vera.

 
Eina ástæðan sem ég fæ séð fyrir því að HS tekur upp þetta furðulega og að mínu mati ólöglega háttalag er að fyrirtækið hefur gefist upp á fyrirhöfninni sem felst í að rukka vanskil sumra notenda í fjölbýli. Þá hefur kviknað sú fína hugmynd hjá fyrirtækinu að láta einhvern einn ábyrgan eiganda eða húsfélagið borga sér og síðan þarf sá ábyrgi eða húsfélagið að rukka vanskilin! HS er laust allra mála og þarf ekki að afskrifa glataðar skuldir lengur – sú byrði lendir núna á meðeigendum fólksins sem er í vanskilum. Þar sem HS ákveður að húsfélag fái reikninginn bera allir eigendur ábyrgð á greiðslu reikningsins og lenda því hinir í súpunni ef einhver einn stendur sig ekki.


Íbúar í fjöleignarhúsi þurfa að spyrja sig hvort þeir séu reiðubúnir að borga hitaveituna fyrir meðeigendurna? Við eigum ekki að láta HS Veitur komast upp með að færa ábyrgð á vanskilum eins eigenda yfir til meðeigenda í fjöleignarhúsum. Stöndum saman, segjum nei og skorum á eigendur fyrirtækisins að sjá sóma sinn í að láta vera að ráðast á skilvíst sómafólk þegar fólk sama húsi er í vanskilum.


Við höfum líka gott af að velta fyrir okkur hvað getur gerst ef þetta háttalag verður látið óátalið. Þýðir það kannski að bærinn fer að senda einn reikning vegna fasteignagjalda í öll hús og ætlast til þess að einn eigandi í fjölbýli beri ábyrgð á vanskilum allra annarra eigenda? 


Ívar Pétur Guðnason

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024