Fundur með Guðbjarti hjá Samfylkingunni
Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra og formannsframbjóðandi, fer yfir stöðu mála í landsmálunum og verkefnin framundan á fyrsta félagsfundi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ á nýju ári, laugardaginn 5. janúar. Á fundinum verða einnig kosnir fulltrúar félagsins á landsfund Samfylkingarinnar 1.-3. febrúar.
Nýr formaður verður sem kunnugt er kosinn í rafrænni allsherjaratkvæðagreiðslu allra skráðra félaga 18. janúar til kl. 18.00 þann 28. janúar. Atkvæðisrétt hafa allir skráðir félagar í Samfylkingunni sem eru skráðir í flokkinn í síðasta lagi föstudaginn 11. janúar 2013 kl. 18.00.
Fundurinn hefst kl. 11 laugardaginn en húsið opnar með rjúkandi kaffi kl. 10. Fundurinn er haldinn venju samkvæmt í Samfylkingarsalnum að Víkurbraut 13 við Keflavíkurhöfn.