Fundur hjá FUF um kynheilbrigði
Félag ungra Framsóknarmanna í Reykjnesbæ mun standa fyrir opnum fundi um kynheilbrigði. Fundurinn verður haldin miðvikudaginn 8. maí kl. 20.00 í Framsóknarhúsinu að Hafnargötu 62 í Reykjanesbæ.Gestur fundarins verður Einar Skúlason formaður Sambands ungra Framsóknarmanna (SUF) ásamt fleiri góðum gestum frá SUF. Tilgangur fundarins er að vekja athygli á stærsta heilbrigðisvandamáli ungs fólks á Íslandi, þ.e. þeim málum sem tengjast kynlífi og kynheilbrigði í breiðum skilningi. SUF leggur sérstaka áherslu á þetta atriði, en gríðarleg aukning hefur orðið á tíðni kynsjúkdóma hér á landi á undanförnum árum.
Á fundinum verður komið inn á stöðu málaflokksins í dag og kynnt réttindaskrá ungs fólks í kynheilbrigðismálum. Farið verður sérstaklega í þann þátt hennar sem varðar aðgengi að heilbrigðisþjónustu.
FUF mun bjóða uppá léttar veitingar.
Stjórn FUF
Á fundinum verður komið inn á stöðu málaflokksins í dag og kynnt réttindaskrá ungs fólks í kynheilbrigðismálum. Farið verður sérstaklega í þann þátt hennar sem varðar aðgengi að heilbrigðisþjónustu.
FUF mun bjóða uppá léttar veitingar.
Stjórn FUF