Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Fullveldi Alþingis Íslendinga fagnað og áskorun á Danska ríkið
Mánudagur 23. júlí 2018 kl. 09:05

Fullveldi Alþingis Íslendinga fagnað og áskorun á Danska ríkið

Við sem þjóð erum ennþá að berjast fyrir fullveldi sem við höfum ekki enn fengið. Þolinmæði mín er á þrotum. Aldrei hefur það áður verið jafn augljóst og þann 18. júlí síðastliðinn að hér búa tvær þjóðir. Þeir sem að halda um valdataumana gerðu okkur hinum alveg ljóst að þeim er sama um okkur hin. Þessar 80 miljónir sem að fóru í viðburðinn hefðu vel getað farið t.d í það að semja við ljósmæður. Ríkissjóður Íslands neyddist t.d í fyrra til að greiða 120 milljón króna skaðabætur til verktaka, þar sem ekkert varð af framkvæmdum vegna Hús Íslenskra fræða sem átti að vera afhent á þessum degi sem gjöf til þjóðarinnar. Þá peninga hefði einnig verið hægt að nota til þess að leysa þessa deilu. Forgangsröðunin er að einkavæða, grafa undan og einkavæða, þetta vita allir sem að vilja sjá og er heilbrigðiskerfið okkar Íslendinga undir.

Það sem þessi elíta hræðist mest er ný stjórnarskrá, stjórnarskráin okkar. Frelsisbarátta Íslendinga verður þegar við áttum okkur á því að fyrirkomulagið sem nú er við líði er ekki að ganga upp. Í rauninni urðum við aldrei fullvalda, heldur höfum við bara skipt um herra. Í stað Dana kemur hin íslenska elíta sem heldur enn um valdataumana í krafti gamallar stjórnarskrár danska konungsins. Nýja stjórnarskráin er sameiningartákn þessarar þjóðar. Nýr sáttmáli svo við getum lifað hér öll í sátt og samlyndi.

Við þetta vil ég bæta að fólk á ekki að láta hafa sig að fíflum. Þingmenn og forsætisráðherra gátu ekki stutt Íslenska landsliðið í fótbolta og mætt á HM vegna þess að mótið var haldið í Rússlandi en leyfa sér svo að vera hneykslaðir á því að Píratar sniðganga einkasamkomu elítunnar sem kostaði 80 miljónir klukkutíminn, þar sem talsmaður rasisma í Evrópu fær orðið. Ekki nóg með það þá var hún heiðruð af forseta Íslands stór riddarakrossi fálkaorðunnar. Nú hefur Elísabet Ronaldsdóttir (sem hefur klippt fjölda kvikmynda eftir leikstjórann Baltasar Kormák. Þar á meðal eru kvikmyndirnar Mýrin, Reykjavík Rotterdam, Brúðguminn, Djúpið, Inhale, Contraband ásamt sjónvarpsþáttaröðinni vinsælu Ófærð) skilað inn sinni Fálkaorðu. Að hennar sögn hefur hún ekki áhuga á að vera í Riddaraklúbbi með kynþáttahatara.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Einnig skora ég á Danska ríkið að samþykkja og fullgilda tólftu reglu samnings um  vernd mannréttinda og grundvallarfrelsis, betur þekktur sem mannréttinda sáttmáli Sameinuðu þjóðanna. Sáttmálinn var undirritaður í Róm þann 4. nóvember árið 1950 og tók gildi þremur árum seinna árið 1953. Þetta var fyrsti sáttmálin til að veita einstaklingum réttindi og er alhliða yfirlýsing um mannréttindi og binda þau í lögum aðila sáttmálans. Þessi sáttmáli fjallar  um vernd mannréttinda og grundvallarfrelsis. Danir hafa ekki enn skrifað undir tólftu greinina. Ætlar núverandi ríkisstjórn Íslands  að þrýsta á Dani að fullgilda sáttmálann? Gæti það orðið okkar fyrsta verk eftir að við tökum sæti í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna?

„Protocol No. 12 provides for a general prohibition of discrimination. The current non-discrimination provision of the European Convention on Human Rights is of a limited kind because it only prohibits discrimination in the enjoyment of one or the other rights guaranteed by the Convention“ (Article 14 – Prohibition of discrimination : „The enjoyment of the rights and freedoms set forth in this Convention shall be secured without discrimination on any ground such as sex, race, colour, language, religion, political or other opinion, national or social origin, association with a national minority, property, birth or other status.").
The Protocol removes this limitation and guarantees that no-one shall be discriminated against on any ground by any public authority.”

Þórólfur Júlían Dagsson, Pírati