Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Frumkvöðlar á Suðurnesjum
Föstudagur 29. júní 2012 kl. 09:20

Frumkvöðlar á Suðurnesjum

Nýsköpun á Íslandi er vaxandi og stuðningur við hana sífelt markvissari og öflugri. Frumkvöðlar hér á svæðinu munu vera margir og viðfangsefnin fjölbreytt.

Heklugosið í Eldey var merkilegur viðburður, þar sýndu um 40 aðilar þá vöru sem þeir eru að bjóða, mest eigin framleiðslu. Þetta var virkilegt gos og vakti verðskuldaða athygli. Eldey iðaði af lífi dagana fyrir gos og að kvöldi 31. maí fylltist húsið af fólki og spenna í loftinu. Styrkir til menningarverkefna voru afhentir – fatahönnuðir sýndu glæsilega vörur og síðan dreifðust gestir um húsið og heimsóttu hvern vinnustaðinn og sýningarbásinn af öðrum. Undrun og gleði skein úr hverju andliti – “Ert þú að gera svona, enn flott, vissi það ekki” heyrist mjög víða. Margur einyrkinn var í raun að koma fram í dagsljósið í fyrsta sinn, þar á meðal undirrituð sem er að hanna og handprjóna dömupils úr ull sem sýnd voru þarna á alvöru tískusýningu undir nafninu MeMe.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Við sem erum að fikra okkur áfram á frumkvöðlabrautinni - erum öll að glíma við sömu hlutina, að koma okkur á framfæri – kynna vöruna eða þjónustuna – koma henni í sölu. Hver í sínu horni að gera sömu hlutina, oft af vanefnum og takmarkaðri kunnáttu. Okkur er afskaplega nauðsynlegt að taka höndum saman til að geta af myndugleik náð til kaupendanna – ferðamanna og heimafólks.


Hvert okkar er svo mikilvægt og saman getum við gert stóra hluti, aukið hér enn frekar verslun með handverk, hönnun og þjónustu. Frumkvöðlasetrið Heklan sem hefur aðsetur í Eldey, er afar góður bakstuðningur við okkur. En við þurfum að leita eftir þeim stuðningi og leiðsögn.


Ég skora nú á ykkur öll að koma fram, láta vita af ykkur. Við þurfum að hittast, stofna einhverskonar félagsskap sem getur svo með góðri handleiðslu fagfólks - náð frábærum árangri fyrir okkur, hvert á okkar sviði. Við verðum að koma okkur betur á framfæri og selja okkar vörur. Við búum við stóra hliðið þar sem ferðamenn streyma inn og út úr landinu í þúsundavís á hverjum degi. Réttum úr bakinu - göngum saman fram á völlinn – stóreflum ferðamannaverslun á Suðurnesjum.


Hafið endilega samband – netfangið mitt er [email protected]


Hólmfríður Bjarnadóttir Ásbrú – MeMe fatahönnun.