Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

  • Frjálst afl boðar ábyrgð í rekstri Reykjanesbæjar
  • Frjálst afl boðar ábyrgð í rekstri Reykjanesbæjar
Þriðjudagur 27. maí 2014 kl. 09:48

Frjálst afl boðar ábyrgð í rekstri Reykjanesbæjar

Gunnar Örlygsson skrifar.

Eitt af meginmarkmiðum Frjáls afls er að lækka skuldir og auka þar með hagsæld til lengri framtíðar fyrir alla bæjarbúa. Í dag eru skattar í Reykjanesbæ með því hæsta sem þekkist á landinu. Greiðslur bæjarbúa til útsvars eru í lögbundnu hámarki, sama gildir um fasteignagjöld, sorphirðu og fl.

Til að ná niður þessum miklu álögum á bæjarbúa er lífsnauðsyn að hér taki við nýr meirihluti eftir kosningar. Ný bæjarstjórn sem af festu og ábyrgð mun vinna að því að lækka skuldir bæjarfélagsins.
 
Eflum ferðaþjónustu

Bjóðum velkomin fjölbreyttan iðnað sem stenst eðlilegar kröfur um umhverfisáhrif.
Leggjum aukna áherslu á ferðaþjónustuna en áframhaldandi vöxtur er fyrirsjáanlegur í þessari stærstu atvinnugrein landsins, nýtum okkur tækifærin sem eru í boði en einbeitum okkur að raunhæfum verkefnum í stað þess að fara um víðan völl, byggjandi skýjaborgir  

Frjálst afl vill stuðla að uppbyggingu tjaldsvæðis miðsvæðis í Reykjanesbæ. Við viljum að bæjarfélagið komi með beinum hætti að markaðssetningu svæðisins fyrir erlenda ferðamenn, til dæmis með útgáfu þjónustukorts sem veitir aðgang að sundlaugum og söfnum bæjarins. Við viljum skoða alvarlega þann möguleika að bjóða út rekstur ákveðinna safna á vegum bæjarins.

Ný nálgun í sjávarútvegi
Eflum sjávarútveg m.a. með þeim hætti að markaðsetja þá dýrmætu staðsetningu sem við búum yfir Við erum  einungis nokkrar mínútur frá okkar eina alþjóðlega flugvelli.

Fáum stærstu skipafélög landsins að samningaborðinu og skoðum möguleika á samstarfi við höfnina í Helguvík. Er raunsætt að settar verði upp frystigeymslur á vegum stærstu skipafélaga landsins við Helguvíkurhöfn? Markaðssetja verður bæinn sem vænlegan kost fyrir ferskfisk vinnslu, nálgast þarf stærstu sjávarútvegsfélög landsins, ræða við þau rætt og skoða alla kost  gaumgæfilega um hvort og jafnvel hvenær þau vilji setja upp starfstöðvar í Reykjanesbæ. Það væri mikill fengur fyrir bæjarfélagið að fá öflugt sjávarútvegsfélag með vinnslu á ferskum afurðum og frekari landanir á ferskum afla inn á svæðið. Til að svo verði þarf fyrst og síðast áhuga sveitastjórnarmanna, að bærinn okkar verði m.a. markaðssettur sem slíkur enda er staðsetning fullkomin fyrir sjávarútvegsfyrirtæki sem m.a. vinna ferskar afurðir í flug.
Styðjum við uppbyggingu á Ásbrú en hið ríkisrekna félag Kadeco hefur á undanförnum árum náð að markaðsetja svæðið með árangursríkum hætti.

Tryggjum jafnan rétt iðnaðarmanna
Þá er mikilvægt að iðnaðarmenn í Reykjanesbæ fái jafnan rétt til þátttöku í verkum á vegum bæjarins. Bjóða verður út, tryggja verður gegnsæi , þar sem lítil verk sem stærri verða ávallt boðin út. Í dag er svo komið að ákveðin félög ganga að verkum á vegum bæjarins nokkuð vísum. Hvar er réttlætið í því? Er ekki mikilvægt að fyrirtæki fái að keppa um verk á vegum sveitarfélagsins? Er ekki líklegt að sparnaður verði raunin fyrir bæjarfélagið með nýjum og ábyrgari verkháttum?

Helguvík
Í Helguvík hefur markaðssetningin algjörlega brugðist hjá núverandi meirihluta. Eftir 12 ára sprikl og handapat situr þar eftir ein ágæt verslun. Búið er að eyða ómældu fé, fjármagni okkar íbúanna, við að koma þar einhverju í verk. Það er fyrir löngu kominn tími á Helguvíkina en Frjálst afl styður að sjálfsögðu uppbyggingu heilbrigðra fyrirtækja á svæðinu. Það sem mestu skiptir er að hugað sé að umhverfismálum og að jafn sé réttur fyrirtækja þegar kemur að skattamálum, fasteignagjöldum, lóðarleigu og fleiru. Við getum ekki og megum ekki, gefa okkar vinnu. Þá er mikilvægt að fyrirtækjum sem hér hafa starfað í áratugi og lifað af kreppuna með útsjónarsemi og dugnaði verði  ekki fórnað á altari sérhagsmuna. Því geld ég alvarlega varhug við því að fyrirtækjum sé mismunað með óðlilegum hætti þegar kemur að sköttum og skyldum til bæjarfélagsins eða ríkisins.

Bæjarstjóri í jólasveinabúningi
Það er auðvelt að koma fram sem bæjarstjóri og lofa 500-600 þúsunda króna launum á mánuði til verkamanna. Það geta líka margir klætt sig í jólasveinabúninginn í desember. Ef fyrirtæki hafa ráð á jafn háum launum og meirihlutinn í dag hendir nú fram af fullkomnu ábyrgðarleysi,  er líklegt að sömu félög hafi ráð og efni að borga eðlilega lóðarleigu, orkureikningurinn verði hinn sami og hjá öðrum íslenskum fyrirtækjum að teknu tilliti til stærðarhakvæmni og að fasteignagjöldin séu skv. eðlilegri gjaldskrá.  Skyldi kannski vera búið að lofa stórfyrirtækjum gulli og grænum skógum sem veiti þeim óréttlát launaforskot á aðrar atvinnugreinar hér á svæðinu? Er þetta góð pólitík hægri manna? Við í Frjálsu afli viljum heilbrigða samkeppni og réttlát samfélag. Hættum innihaldslausum yfirlýsingum og látum verkin frekar tala.

Enga sérhagsmuni og ekkert oflæti með innihaldslausum loforðaflaumi, treystum frekar á réttlæti og sýnum hófsemi í orðum og athöfnum.

Gunnar Örlygsson,
frambjóðandi Frjáls afls í Reykjanesbæ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024