Frjálslyndir bæta við sig í Suðurkjördæmi
Frjálslyndi flokkurinn bætir verulega við sig fylgi í Suðurkjöræmdi samkvæmt könnun sem Gallup hefur gert fyrir Ríkisútvarpið. Flokkurinn mælist með 11,5% fylgi nú en var með um 5% fylgi í síðustu könnun Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn fær 30,7% fylgi og Samfylking 29,8% fylgi, Framsóknarflokkur 17,7% fylgi, Vinstrihreyfingin-grænt framboð fær 6,7%, T-listi 3,1% og Nýtt afl 0,5%.Morgunblaðið greinir frá.