Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Þriðjudagur 25. nóvember 2003 kl. 08:40

Frjálshyggja á Suðurnesjum

Frjálshyggjufélagið heldur fund í sal Verkalýðs- og sjómannafélagsins, Hafnargötu 80 í Reykjanesbæ, miðvikudaginn 26. nóvember kl. 20. Á fundinum tala Haukur Örn Birgisson formaður og Gunnlaugur Jónsson stjórnarmaður um frjálshyggju og markmið Frjálshyggjufélagsins.
Stefna Frjálshyggjufélagsins gengur út á frelsi til ofbeldislauss athæfis á öllum sviðum. Á fundinum verður rætt um frelsi í siðferðismálum sem og málefnum mismunandi atvinnugreina. Svo dæmi séu nefnd verður talað um frelsi í menntamálum, félagsmálum, kynferðismálum og efnahagsmálum.
Allir eru velkomnir á fundinn, Suðurnesjamenn sem aðrir.

Frjálshyggjufélagið

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024