Frítt í sund fyrir grunnskólabörn
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur samþykkt að bjóða grunnskólabörnum í bæjarfélaginu í sund án gjaldtöku, samþykktin tók gildi um sl. áramót. Ekki er annað að sjá en að hjá unga fólkinu hafi þessi ákvörðun mælst vel fyrir. Í fyrstu viku janúarmánaðar nær þrefaldaðist fjöldi þeirra ungmenna sem nýttu sér þetta boð eða alls 197 grunnskólabörn í Reykjanesbæ fóru frítt í sund. Á sama tíma fyrir ári var öllum gert að greiða í sund jafnt grunnskólabörnum sem öðrum, þá nýttu 73 grunnskólabörn í Reykjanesbæ sér að synda sér til heilsubótar.
Hvers vegna frítt í sund?
Reykjanesbær er fjölskylduvænt samfélag og vill sækja fram í málefnum fjölskyldunnar. Bæjaryfirvöld vilja stuðla að bestu hugsanlegum lífsgæðum fólks sem hér kýs að búa í umhverfi sem tekur tillit til þarfa hvað varðar útivist og hreyfingu.
Frítt í sund fyrir grunnskólabörn fellur því undir stefnu bæjaryfirvalda um fjölskylduvænni Reykjanesbæ.
Orkuátak
Eitt stæðsta heilbrigðisvandamál sem hinar vestrænu þjóðir standa frammi fyrir er gríðarleg þyngdaraukning íbúanna. Sjúkdómar framtíðarinnar munu að miklu leiti verða raktir til þessa vandamála. Óheilbrigðari lifnaðarhættir og hreyfingarleysi fólks nú til dags, er heilsufarslega hættulegt. Sem aldrei fyrr er ástæða til að hvetja fólk til lífsstílsbreytinga og taka á sínum málum. Það á ekki síst við börn og unglinga.
Full ástæða er til að hvetja æskuna til að hugsa um heilsuna með hollu mataræði og hollri hreyfingu sem sundiðkun er. Þessu til stuðnings er Reykjanesbær þátttakandi í annað sinn í orkuátaki Latabæjar sem stendur fyrir þjóðarátaki til að efla hreysti og heilbrigði íslenskra fjölskyldna, sem mun hefjast 1. febr. nk.
Innisundlaug og vatnagarður fjölskyldunnar
Keppnisfólkið okkar í sundi er nokkuð lengi búið að bíða eftir bættri æfingaaðstöðu, nú loksins hyllir undir að breytingar verði þar á. Með vorinu mun verða tekin í notkun ný viðbygging við Sundmiðstöðina sem m.a. mun hýsa 50 m. innisundlaug. Með henni verður aðstaða til æfinga og keppni ein sú besta á Íslandi. Með innisundlauginni breytist einnig aðstaða þeirra sem stunda sund sér til heilsubótar, valkostirnir verða fleiri. Samhliða verður opnaður fjölskyldugarður, þar sem unga fólkið getur notið sín og fundið margt spennandi sér til afþreyingar. Með þessari viðbót við Sundmiðstöðina getur fjölskyldan átt margar góðar stundir saman við leik og holla hreyfingu, jafnt að sumri sem vetri. Í Reykjanesbæ viljum við að manngildið sé í öndvegi, þess vegna stuðlum við að auknu heilbrigði og hamingju barna, ungmenna og fjölskyldum þeirra. Með breytingunum á Sundmiðstöðinni og nýjum fjölskyldugarði, þar sem grunnskólabörn hafa frían aðgang er Reykjanesbær að leggja enn frekari áherslu á nauðsyn þess að auka vægi forvarna í samfélaginu.
Björk Guðjónsdóttir,
forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.
Hvers vegna frítt í sund?
Reykjanesbær er fjölskylduvænt samfélag og vill sækja fram í málefnum fjölskyldunnar. Bæjaryfirvöld vilja stuðla að bestu hugsanlegum lífsgæðum fólks sem hér kýs að búa í umhverfi sem tekur tillit til þarfa hvað varðar útivist og hreyfingu.
Frítt í sund fyrir grunnskólabörn fellur því undir stefnu bæjaryfirvalda um fjölskylduvænni Reykjanesbæ.
Orkuátak
Eitt stæðsta heilbrigðisvandamál sem hinar vestrænu þjóðir standa frammi fyrir er gríðarleg þyngdaraukning íbúanna. Sjúkdómar framtíðarinnar munu að miklu leiti verða raktir til þessa vandamála. Óheilbrigðari lifnaðarhættir og hreyfingarleysi fólks nú til dags, er heilsufarslega hættulegt. Sem aldrei fyrr er ástæða til að hvetja fólk til lífsstílsbreytinga og taka á sínum málum. Það á ekki síst við börn og unglinga.
Full ástæða er til að hvetja æskuna til að hugsa um heilsuna með hollu mataræði og hollri hreyfingu sem sundiðkun er. Þessu til stuðnings er Reykjanesbær þátttakandi í annað sinn í orkuátaki Latabæjar sem stendur fyrir þjóðarátaki til að efla hreysti og heilbrigði íslenskra fjölskyldna, sem mun hefjast 1. febr. nk.
Innisundlaug og vatnagarður fjölskyldunnar
Keppnisfólkið okkar í sundi er nokkuð lengi búið að bíða eftir bættri æfingaaðstöðu, nú loksins hyllir undir að breytingar verði þar á. Með vorinu mun verða tekin í notkun ný viðbygging við Sundmiðstöðina sem m.a. mun hýsa 50 m. innisundlaug. Með henni verður aðstaða til æfinga og keppni ein sú besta á Íslandi. Með innisundlauginni breytist einnig aðstaða þeirra sem stunda sund sér til heilsubótar, valkostirnir verða fleiri. Samhliða verður opnaður fjölskyldugarður, þar sem unga fólkið getur notið sín og fundið margt spennandi sér til afþreyingar. Með þessari viðbót við Sundmiðstöðina getur fjölskyldan átt margar góðar stundir saman við leik og holla hreyfingu, jafnt að sumri sem vetri. Í Reykjanesbæ viljum við að manngildið sé í öndvegi, þess vegna stuðlum við að auknu heilbrigði og hamingju barna, ungmenna og fjölskyldum þeirra. Með breytingunum á Sundmiðstöðinni og nýjum fjölskyldugarði, þar sem grunnskólabörn hafa frían aðgang er Reykjanesbær að leggja enn frekari áherslu á nauðsyn þess að auka vægi forvarna í samfélaginu.
Björk Guðjónsdóttir,
forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.