Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Frítt í sund fimmtudaginn 21. mars
Miðvikudagur 20. mars 2024 kl. 10:24

Frítt í sund fimmtudaginn 21. mars

Lýðheilsuráð Reykjanesbæjar minnir á frítt í sund fimmtudaginn 21. mars og viðburð lýðheilsuráðs kl. 16:00 til 18:00.

Í tilefni af Mottumars býður lýðheilsuráð bæjarbúum í sundmiðstöð Reykjanesbæjar þann 21. mars frá kl. 16:00 til 18:00.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Einkunnarorð viðburðarins eru Mottumars - Upp með sokkana! Baráttan byrjar hér!

Mottumarshlaupið verður haldið sama dag af Krabbameinsfélagi Suðurnesja kl. 18:00.

Mottumars er árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum í körlum. Meginmarkmið átaksins Mottumars: Karlmenn og krabbamein er að vekja athygli á baráttunni gegn krabbameinum hjá karlmönnum, hvetja alla menn og fjölskyldur þeirra til að vera meðvitaðir um einkenni krabbameina og sinna forvörnum, sem og að afla fjár sem gerir félaginu kleift að sinna fræðslu, forvörnum, rannsóknum og ráðgjöf fyrir karlmenn.

Lýðheilsuráð Reykjanesbæjar