Frítt hláturjóga í Virkjun á morgun
Allir velkomnir í hláturjóga á morgun, fimmtudag klukkan 14:00 í Virkjun.
Á morgun bjóða Virkjun mannauðs á Reykjanesi og Marta Eiríks öllum í hláturjóga í Virkjun, Flugvallarbraut 740, kl. 14:00.
Við hvetjum fólk til að koma fyrst í hlátujóga í Virkjun áður en þeir skunda á opinn borgarfund í Stapanum um atvinnumál á morgun.
Því vitað er að:
-hláturjóga eflir eldmóð og ást á lífinu
-hláturjóga losar um streitu og kvíða
-hláturjóga er þjálfun fyrir líkama,huga og sál
-hláturjóga styrkir jákvæða lífssýn og leysir upp neikvæðni
-hláturjóga hreinsar út spennu og styrkir innri líffærin
-hláturjóga eykur súrefnisupptöku líkamans og gefur þér aukinn kraft
-hláturjóga styrkir ónæmiskerfið
Látið þetta tækifæri ekki framhjá ykkur fara.
Komið og hlægið með okkur!
Virkjun
Sími 426-5388.