Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Aðsent

Frelsið í fyrirrúmi
Mánudagur 13. febrúar 2017 kl. 06:00

Frelsið í fyrirrúmi

- Aðsend grein frá stjórn Heimis, félagi Ungra Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ

Stjórn Heimis, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ fagnar því að borgaraleg ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar Framtíðar sé orðin að veruleika undir forsæti Bjarna Benediktssonar. Allir flokkar sem eiga aðild að þessari ríkisstjórn hafa siglt undir flaggi frjálslyndis í aðdraganda kosninga sem gerir hana að þeirri frjálslyndustu fyrr og síðar á Íslandi. Ungir Sjálfstæðismenn lögðu fram fjölmargar ályktanir á síðasta landsfundi sem fengu góðan hljómgrunn á meðal flokksmanna. Þar má helst nefna frjálsa sölu áfengis, að mannanafnanefnd verði lögð niður, aðskilnað ríkis og kirkju, lækkun kosningaaldurs í 16 ár til samræmis við upphaf skatttöku og afglæpavæðingu neysluskammts fíkniefna. Allt eru þetta mál sem eru í stefnu flokksins og eru frjálslynd. Í því ljósi ættu þau að fá brautargengi í nýrri ríkisstjórn og biðlum við því til þingmanna og ráðherra að taka þetta upp og nýta tækifærið á meðan við ættum að hafa meirihluta fyrir því á þingi.

Nú er öllum ljóst að áfengisfrumvarpið er aftur komið í umræðuna þar sem verið er að undirbúa flutning þess til laga sem er mikið fagnaðarefni. Nú loksins sjáum við fram á að hafa meirihluta á þingi fyrir því máli. Við tökum undir þau sjónarmið að ríkið eigi ekki að að standa í smásölurekstri og að þeir fjármunir sem tapast ár hvert við rekstur Vínbúðarinnar væri betur varið í forvarnar- og fræðslustarf. Þrátt fyrir að aðgengi hefur aukist gífurlega síðustu ár hefur unglingadrykkja minnkað og fyrst og fremst snýst þetta mál um frelsi. Einnig verður varan aðskilin öðrum í verslunum og í frumvarpinu hefur verið komið til móts við andvíg sjónarmið. Stjórn Heimis vonar að þetta muni ná í gegn en í leiðinni lýsa yfir miklum vonbrigðum ef þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi munu ekki styðja þetta mál.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Stjórn Heimis, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ