Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Frelsi til veiða með handfæri við Ísland
Mánudagur 16. febrúar 2009 kl. 11:15

Frelsi til veiða með handfæri við Ísland

Við í Frjálslynda flokknum lögðum fram frumvarp á þinginu um frelsi til veiða með handfæri sem lagt hefur verið fram á Alþingi frá því flokkurinn kom fyrst mönnum á þing, fyrir áratug síðan.  

Það eru sjálfsögð mannréttindi að frelsi til veiða sem slíkra sé hluti af kerfi fiskveiða, líkt og verið hefur hér á landi um aldir. Nýliðun í greininni og aðkoma manna að atvinnugreinni yrði tryggð, en eins og menn vita fengum við Íslendingar niðurstöðu Mannréttindanefndarinnar varðandi brot á þegnum í eigin landi, þar sem mönnum var meinuð aðkoma. Með frumvarpi þessu yrði stigið fyrsta skref til þess að koma til móts það atriði að opna kerfið fyrir nýliðun.

Þeir sem til þekkja , vita að það er ekki vandi að takmarka sókn smábáta með handfæri, sem afmarkast meðal annars af veðri og vindum árið um kring, en því til viðbótar takmarkast sóknin af tveimur rúllum á mann, og stærð báta. Því til viðbótar má með ýmsu móti takmarka sókn til dæmis við vélarstærð,  og veiðisvæði.

Okkur er ekkert að vanbúnaði að innleiða það frelsi að nýju sem hér er lagt til að verði gert. Hvers konar hræðsluáróður af hálfu þeirra sem enn ekki koma auga á skynsemi þessa fyrirkomulags, er hjóm eitt í mínum huga.

Grétar Mar Jónsson þingmaður Frjálslynda flokksins í Suðurkjördæmi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024