Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Framtíðin sem eldri borgari
Föstudagur 18. febrúar 2022 kl. 13:31

Framtíðin sem eldri borgari

Það er réttlætismál að eldra fólk fái að miða starfslok sín við áhuga, færni og getu en þurfi ekki að hætta virkri þátttöku í atvinnulífinu eingöngu vegna aldurs. Aldurstengdar uppsagnir eiga ekki að geta átt sér stað, við eigum þess í stað að leggja áherslu á þekkingu, reynslu, hæfni og menntun fólks óháð aldri.

Lifa með reisn

Til að eftirlaunafólk geti lifað mannsæmandi lífi heima hjá sér og það með reisn, þurfa ríki og sveitarfélög að stórauka samvinnu sína. Þar þarf heilsugæslan að vera vagga öldrunarþjónustunnar. Heilsugæslan þarf að nálgast eldra fólk fyrr á lífsleiðinni með samhæfðri teymisvinnu lækna, hjúkrunarfræðinga og félagsþjónustu sveitarfélaga. Mikið af þessu er á hendi ríkisins en Reykjanesbær þarf að ýta á eftir aukinni þjónustu og sú þjónusta sé í lagi, að á hana geti fólk treyst og þjónustan henti þeim sem hana þurfa.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í eigin húsnæði

Einnig skal eftir fremsta megni reynt að aðstoða eldra fólk í að dvelja í eigin húsnæði eins lengi og það vill með aðstoð heimaþjónustu. Ég hef þegar fjallað um heilbrigðisþjónustu í fyrri skrifum mínum og hægt er að nálgast þá grein á heima síðu minni www.eiduraevarss.is.

Ljóst er að búseta á eigin heimili hentar ekki öllum, þó að dvöl á hjúkrunarheimilum sé ekki þörf. Búsetu úrræði fyrir eldra fólk eru hins vegar allt of fábreytt og þar vantar í Reykjanesbæ millistigsbúsetu á milli eigin heimilis og hjúkrunarheimilis. Þegar ég tala um millistigsbúsetu þar er hugmyndin sú að byggja íbúðakjarna þar sem eldra fólk er aðstoðað af heimaþjónustu með daglegar þarfir. Brýnt er að byggja upp þannig búsetuform til hagsbóta fyrir eldra fólk og þá ekki síður fyrir velferðarkerfið, sem er eins og fyrr kom fram á forræði ríkis og sveitarfélaga.

Aukin ­uppbygging

Reykjanesbær þarf að ýta á að stóraukið verði við uppbyggingu öldrunarrýma.

Þó uppbygging sé við Nesvelli þá stefnir í lokun Hlévangs þegar viðbygging Nesvalla verður tilbúin, það þýðir að einungis verður aukið rými fyrir 30 manns sem uppfyllir ekki þá þörf sem er í samfélaginu.

Einnig þarf að líta á hvernig hægt er að auka aðstöðu til félagsstarfs á Nesvöllum, en með aukningu íbúða á Nesvöllum mun núverandi aðstaða ekki ná að þjónusta alla þá íbúa þegar uppbyggingunni er lokið.

Nú er svo komið að skoða þarf uppbyggingu Nesvalla frá öllum hliðum svo að starfið verði til fyrirmyndar, aðstaðan næg og allt starf unnið undir einu þaki þar sem félagsstarf, mötuneyti og skemmtanir fara saman og nóg pláss er fyrir alla.

Eiður Ævarsson,
frambjóðandi í fjórða sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ.
https://www.eiduraevarss.is/