Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Framtíðaraðstaða við Afreksbraut
Miðvikudagur 4. maí 2022 kl. 11:09

Framtíðaraðstaða við Afreksbraut

Eva Stefánsdóttir, formaður íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar og skipar 18. sæti á lista Framsóknar í Reykjanesbæ fyrir sveitarstjórnarkosningarnar.

Afreksbrautin er íþróttamiðja bæjarins og býður upp á mikil tækifæri til uppbyggingar fyrir íþróttahreyfinguna. Árið 2019 var framtíðin björt og stefnumótun íþrótta- og tómstundaráðs leit dagsins ljós, fyrst á dagskrá var gervigrasvöllur bak við Reykjaneshöllina sem heppnaðist með eindæmum vel. Á sama tíma voru teknar stórar ákvarðanir varðandi uppbyggingu keppnisvallar og sundlaugar í Innri-Njarðvík, það hyllir undir lok þeirra framkvæmda og stutt í að samfélagið allt muni njóta þeirra gæða sem felast í því.

Í dag er aðstaðan fyrir knattspyrnudeild UMFN óviðunandi. Mikill vöxtur hefur verið í knattspyrnudeildinni síðastliðin ár en í sumum tilfellum hefur deildin ekki búningsklefa til afnota fyrir aðkomulið. Þetta þarf að laga. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í Reykjanesbæ er einnig starfandi fimleikahús sem er löngu hætt að sinna þörfum sívaxandi deildar. Húsnæðið uppfyllir ekki kröfur Fimleikasambandsins fyrir Íslandsmót og hindrar tekjumöguleika deildarinnar. Afleiðingarnar eru meira álag á sjálfboðaliða sem þurfa að afla tekna á annan máta.

Þessar tvær deildir eru ekki með aðstöðu til framtíðar. 

Á næstu mánuðum þarf leggja áherslu á  framtíðarsýn og klára deiliskipulag svæðisins. Hættum að ræða hlutina og byrjum að framkvæma.