Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Framtíð Suðurnesjabæjar er björt
Miðvikudagur 11. maí 2022 kl. 10:44

Framtíð Suðurnesjabæjar er björt

Suðurnesin eru skilgreind sem vaxtarsvæði af ríkinu og uppbygging í kringum alþjóðaflugvöllinn ásamt framtíðarsýn ISAVIA í þeim efnum gefur tilefni til mikillar bjartsýni hvað varðar atvinnumöguleika til langrar framtíðar.

Sveitarfélagið þarf að bregðast hratt og örugglega við til að anna eftirspurn eftir íbúðalóðum og lóðum undir atvinnustarfsemi. Ganga þarf óhikað í þá vinnu til að uppbygging verði í takt við þá gríðarlegu eftirspurn sem myndast hefur á fasteignamarkaði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ásamt þessu þurfa stjórnendur sveitarfélagsins að vera tilbúnir að taka djarfar ákvarðanir þegar kemur að stærri framkvæmdum innan sveitarfélagsins til næstu ára. Aðstöðu til íþróttaiðkunar yfir vetrartímann verður að bæta strax á næsta ári, við getum ekki beðið lengur. Sveitarfélagið telst á þessari stundu ekki samkeppnishæft sem vænlegur búsetukostur þegar kemur að foreldrum með börn í íþróttum. Þessu þarf að breyta.

S-listi Samfylkingar og óháðra vill að Suðurnesjabær byggist upp sem sveitarfélag sem hefur upp á flest allt það að bjóða sem íbúar sækjast eftir. Ákvörðunum um framkvæmdir þarf að fylgja eftir af festu og áræðni. Frambjóðendur okkar eru tilbúnir í þá vinnu.

Setjum X við S á kjördag.