Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Framtíð á Suðurnesjum
Þriðjudagur 26. júlí 2005 kl. 13:31

Framtíð á Suðurnesjum

Íbúar Vatnsleysustrandarhrepps þurfa að velja sér sameiningu.  Hafnarfjörður er etv. ekki vænsti kosturinn. Það sem er rétt er að Reykjanesbær bjóði þeim, er eftirfarandi.
Í ljósi virðis fasteigna í hreppnum, þá yrði skipulagi hagað með þeim hætti að virði fasteigna héldist, þar eru eftirfarandi þættir:

A. Byggðin yrði þróuð samfellt út frá og í kringum núverandi þéttbýli í Vogum.
B. Í ljósi hraðferða frá endastöð í Firði í Hafnarfirði, þá verði komið á hraðferðum kvölds og morgna í Fjörðu, til að taka Strætó þar, bæði vegna vinnu og skólasóknar. Þessar hraðferðir væru almennt frá Reykjanesbæ og þá og frá Vogum. Eins yrðu hraðferðir kvölds og morgna til Keflavíkur vegna vinnu eða skóla.
C. Innanbæjarvegur verði lagður frá Njarðvík eftir gamla Keflavíkurvegi, reiðgata þar með reiðgötur inn strönd, upp á ferðamennskuviðskipti.
D. Stutt verði við körfubolta í Vogum, okkar markmið er að bikar og deild verði innanbæjarmál.
E. Það er stór kostnaður foreldra að koma börnum og unglingum til iðkunar íþrótta og sérskóla, sem felst að miklu leyti í akstri. Reykjanesbær vill koma til móts við íbúana og stuðla að eðlilegri og sambærilegri félagslegri sækni fólks innan sveitarfélagsins, bendum við á Reykjaneshöll í því sambandi og það frumkvæði sem henni fylgdi.
F. Ferðir til verslunar með almenningsvögnum Reykjanesbæjar yrði að skipuleggja til þess að sambærileg aðstaða væri fyrir íbúa sveitarfélagsins.

Það eru þessir þættir sem gera það fýsilegt að búa í sveitarfélagi, að geta haft svipaða félagslega sækni innan þess sem skiptir máli. Það ræður virði fasteigna fólks.
Varðandi atvinnumálin, þá er gerð iðnaðarhverfis nálægt Vogum, þó ekki ofan í byggðina, kostur fyrir atvinnuresktur hér Suðvestanlands.
Það fylgir að Reykjanesbær hefur ætlun um stóriðju innan bæjarins og þá er Ströndin kostur í því máli, ef hún er í Reykjanesbæ. Við bendum á háhitasvæðið nærri Grænuborg, þar er framtíðarsvæði Hitaveitu Suðurnesja, m.a. til stóriðju.

Keflavík og Njarðvík voru sameinuð, þar varð ekki mismunun, það var skilningur á því í Reykjanesbæ hvað mismunun er og verður ekki höfð.
Það sem að ofan er tæpt á,  í eðlisatriðum einnig við um hugsanlega sameiningu Sandgerðis og Garðs við Reykjanesbæ. Það er það aðalatriði sem við mun blasa, að Reykjanesbraut sem hraðbraut, þarf að nýtast öllu Suðurnesjasvæðinu á þann veg að fólk geti haft mjög svipaða aðstöðu eins og fólk á höfuðborgarsvæðinu. Bæði í skilningi þjónustu og atvinnutækifæra. Hér er nóg land, hér þurfa ekki að vera þrengsli, hér er næg orka. Galdurinn er að gera töluvert dreifbýli að þéttbýli einnig með samgöngum. Í því felast gæði fyrir íbúana.
Það er því rétt að Vogamenn og fleiri spyrji hvað Reykjanesbær hafi að bjóða, áður tekin ef afstaða. 

Kveðja Þorsteinn Hákonarson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024