Framsóknarmenn gegn álveri í Helguvík
Í fréttum útvarps í hádeginu í dag (fimmtudag) var það staðfest að Framsóknarflokkurinn á landsvísu leggst mjög gegn áformum um álver í Helguvík. Vissulega er það sorgleg niðurstaða að heill flokkur á landsvísu (þótt smár sé) skuli leggjast svo mjög gegn atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum.
Við brottför varnarliðsins fyrir rúmu ári síðan misstu um 750 manns á Suðurnesjum atvinnu sína, sumir eftir margra ára starf. Starfsmenn voru jákvæðir og opnir fyrir nýjum tækifærum og tóku önnur störf, sumir á nýjum vettvangi, við ný og breytt kjör. Mörg þeirra starfa voru tímabundin eða við aðstæður sem vitað var að gætu breyst með skjótum hætti.
Nú þegar hægist á í efnahagslífinu verðum við Suðurnesjamenn skjótt varir við breytingar á atvinnustigi. Þrátt fyrir að atvinnuleysi sé enn lítið á landinu öllu (1% í janúar) eykst atvinnuleysi á Suðurnesjum hratt. Atvinnuleysi hér var um 2,4% í janúar, verulega hærra en landsmeðaltal og því mikilvægt að vinna vel að öllum þeim tækifærum sem möguleg eru til þess að halda uppi háu atvinnustigi.
Á síðustu dögum hafa margir áttað sig á þessari stöðu og hvatt til uppbyggingar álvers í Helguvík. Meðal þeirra eru Samtök atvinnulífsins og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis. Ráðamenn innan ríkisstjórnar hafa einnig talið tímasetninguna heppilega með tilliti til þróunar í efnahagslífinu. Sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa verið einhuga um verkefnið og um það hefur verið ályktað á þingum sambandsins og innan bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur einnig verið yfirgnæfandi stuðningur við framgang málsins.
Það er því raunalegt að Framsóknarmenn skuli með svo afdráttarlausum hætti leggjast gegn framkvæmdum í Helguvík og ljóst að frammámenn flokksins í Reykjanesbæ hafa ekki lengur mikla tengingu við forystu flokksins á landsvísu.?Þetta er hins vegar mikilvægar upplýsingar fyrir kjósendur á Suðurnesjum þegar kemur að næstu kosningum.
Reykjanesbæ 14.febrúar 2008
Böðvar Jónsson
bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ
Við brottför varnarliðsins fyrir rúmu ári síðan misstu um 750 manns á Suðurnesjum atvinnu sína, sumir eftir margra ára starf. Starfsmenn voru jákvæðir og opnir fyrir nýjum tækifærum og tóku önnur störf, sumir á nýjum vettvangi, við ný og breytt kjör. Mörg þeirra starfa voru tímabundin eða við aðstæður sem vitað var að gætu breyst með skjótum hætti.
Nú þegar hægist á í efnahagslífinu verðum við Suðurnesjamenn skjótt varir við breytingar á atvinnustigi. Þrátt fyrir að atvinnuleysi sé enn lítið á landinu öllu (1% í janúar) eykst atvinnuleysi á Suðurnesjum hratt. Atvinnuleysi hér var um 2,4% í janúar, verulega hærra en landsmeðaltal og því mikilvægt að vinna vel að öllum þeim tækifærum sem möguleg eru til þess að halda uppi háu atvinnustigi.
Á síðustu dögum hafa margir áttað sig á þessari stöðu og hvatt til uppbyggingar álvers í Helguvík. Meðal þeirra eru Samtök atvinnulífsins og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis. Ráðamenn innan ríkisstjórnar hafa einnig talið tímasetninguna heppilega með tilliti til þróunar í efnahagslífinu. Sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa verið einhuga um verkefnið og um það hefur verið ályktað á þingum sambandsins og innan bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur einnig verið yfirgnæfandi stuðningur við framgang málsins.
Það er því raunalegt að Framsóknarmenn skuli með svo afdráttarlausum hætti leggjast gegn framkvæmdum í Helguvík og ljóst að frammámenn flokksins í Reykjanesbæ hafa ekki lengur mikla tengingu við forystu flokksins á landsvísu.?Þetta er hins vegar mikilvægar upplýsingar fyrir kjósendur á Suðurnesjum þegar kemur að næstu kosningum.
Reykjanesbæ 14.febrúar 2008
Böðvar Jónsson
bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ