Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Framsóknarflokkurinn í Suðurnesjabæ fer stoltur frá borði
Sunnudagur 14. júlí 2024 kl. 11:41

Framsóknarflokkurinn í Suðurnesjabæ fer stoltur frá borði

Nýr meirihluti D-, O- og S-lista tók til starfa á 71. fundi bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar, fimmtudaginn 11. júlí 2024. Við í B-lista Framsóknar erum stolt af störfum okkar síðustu tveggja ára í meirihluta Suðurnesjabæjar. Við horfum ánægð yfir farinn veg á þau áherslumál sem flokkurinn kom í framkvæmd. Reynslunni ríkari höldum við áfram og hlökkum til að starfa áfram saman af heilindum fyrir fólkið í Suðurnesjabæ, nú í minnihluta.

Margar góðar ákvarðanir voru teknar á undanförnum tveimur árum, en dæmi um það eru:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
  •  Innleiðing á siðareglum kjörinna fulltrúa í Suðurnesjabæ.
  • Innleiðing á beinu streymi frá bæjarstjórnarfundum í Suðurnesjabæ, til að tryggja lýðræði í beinni.
  • Klárað framkvæmdir við nýjan leikskóla í Sandgerði sem ber heitið Grænaborg og mun taka til starfa eftir sumarleyfi.
  • Gjaldfrjálsar grunnskólamáltíðir barna.
  • Farið var af stað með frístundaakstur fyrir unga iðkendur sem þurfa að ferðast milli byggðarkjarna til að sækja íþróttaæfingar.
  • Tryggt var aukið fjármagn til viðhalds á leiktækjum sveitarfélagsins.
  • Hækkaðar voru heimagreiðslur til foreldra sem og styrkur vegna vistunar hjá dagforeldrum.
  • Ákvörðun tekin um miklar og mikilvægar framkvæmdir í Íþróttahúsinu í Garði.
  • Ákvörðun var tekin um staðsetningu á gervigrasvell í Suðurnesjabæ til að efla íþróttastarf.
  • Tryggðum fjármögnun frá ríkinu vegna fylgdarlausra barna. Í janúar var undirritaður samningur milli ráðuneytisins og Suðurnesjabæjar um eflingu og stuðning á barnaverndarþjónustu við fylgdarlaus börn.
  • Mikið var sótt á Heilbrigðisráðuneytið til þess að tryggja heilbrigðisþjónustu í heimabyggð og er það mál í góðum farvegi.
  • Okkar stjórnarmaður í Fisktækniskóla Íslands átti aðkomu að því að finna skólanum húsnæði í Suðurnesjabæ. Það markar stór tímamót í sveitarfélaginu þar sem þá mun í fyrsta sinn fara fram skipulögð kennsla á framhaldsskólastigi í Suðurnesjabæ.

Auk þessara þátta er margt fleira sem við komum að með beinum eða óbeinum hætti í nefndarstörfum okkar á vegum bæjarins.  

Eins og áður segir höldum við ótrauð áfram við að vinna að og styðja við góð málefni, íbúum Suðurnesjabæjar í hag. 

B-listi Framsóknar í Suðurnesjabæ