Framsókn vill lækka vaskinn og tekjuskatt
Á aðalfundi fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Reykjanesbæ, haldinn s.l. laugardag, var samþykkt einróma svohljóðandi ályktun:
Á síðustu misserum hafa skattar á fyrirtæki verið lækkaðir. Fundurinn telur eðlilegt að nú sé komið að skattalækkunum á almenning. Í ljósi sterkrar stöðu ríkissjóðs skorar fundurinn á ríkisstjórn að beita sér fyrir lækkun virðisaukaskatts á matvæli niður í 10% og tekjuskatt einstaklinga niður í 20%. Sú aðgerð kæmi sér best fyrir almenning í landinu. Aukið ráðstöfunarfé fólks og lægri álögur á matvöru er besta kjarabót fyrir fólkið. Með lægri skattaprósentu má ætla að umsvif skattsvika minnki og því þarf tekjutap ríkissjóðs ekki að verða svo mikið.Með þessu telja Framsóknarmenn að sé verið að fylgja eftir hinni markvissu efnahagsstefnu sem hefur skilað sterkum ríkissjóði. Nú er orðið svigrúm til að bæta lífskjör fólksins í landinu betur en gert hefur verið fyrr því ekkert mætir þörfum fólks betur en lækkun tekjuskatts og lækkun virðisaukaskatts á matvæli. Rímar það vel við hina miklu kaupmáttaraukningu sem orðið hefur á síðustu átta árum.
Frétt frá fulltrúaráði Framsóknarfélaganna í Reykjanesbæ.
Á síðustu misserum hafa skattar á fyrirtæki verið lækkaðir. Fundurinn telur eðlilegt að nú sé komið að skattalækkunum á almenning. Í ljósi sterkrar stöðu ríkissjóðs skorar fundurinn á ríkisstjórn að beita sér fyrir lækkun virðisaukaskatts á matvæli niður í 10% og tekjuskatt einstaklinga niður í 20%. Sú aðgerð kæmi sér best fyrir almenning í landinu. Aukið ráðstöfunarfé fólks og lægri álögur á matvöru er besta kjarabót fyrir fólkið. Með lægri skattaprósentu má ætla að umsvif skattsvika minnki og því þarf tekjutap ríkissjóðs ekki að verða svo mikið.Með þessu telja Framsóknarmenn að sé verið að fylgja eftir hinni markvissu efnahagsstefnu sem hefur skilað sterkum ríkissjóði. Nú er orðið svigrúm til að bæta lífskjör fólksins í landinu betur en gert hefur verið fyrr því ekkert mætir þörfum fólks betur en lækkun tekjuskatts og lækkun virðisaukaskatts á matvæli. Rímar það vel við hina miklu kaupmáttaraukningu sem orðið hefur á síðustu átta árum.
Frétt frá fulltrúaráði Framsóknarfélaganna í Reykjanesbæ.