Framsókn Reykjanesbæ: Prófkjör besta leiðin
Aðalfundur Fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Reykjanesbæ var haldinn
fimmtudaginn 13. október.
Eysteinn Jónsson aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra var kosinn formaður
Fulltrúaráðsins til næstu tveggja ára og Arngrímur Guðmundsson yfirmaður öryggissviðs Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli var kosinn varaformaður til næstu tveggja ára.
Aðrir í stjórn eru Brynja Lind Sævarsdóttir formaður Félags Ungra
Framsóknarmanna í Reykjanesbæ, Oddný J.B. Mattadóttir formaður Bjarkar,
Félags Framsóknarkvenna í Reykjanesbæ og Einar Aðalbjörnsson formaður
Framsóknarfélags Reykjanesbæjar.
Varamenn í stjórn eru Guðný Kristjánsdóttir varabæjarfulltrúi, Ólöf
Sveinsdóttir og Andri Freyr Stefánsson laganemi.
Á aðalfundinum opnuðu þeir Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra og Hjálmar Árnason alþingismaður formlega heimasíðu Framsóknarfélaganna í Reykjanesbæ xbreykjanesbaer.is.
Sveitarstjórnarkosningarnar í maí á næsta ári voru aðal umræðuefni fundarins og skiptust fundarmenn einkum á skoðunum um það með hvaða
fyrirkomulagi ætti að velja frambjóðendur lista Framsóknarflokksins fyrir
komandi kosningar. Flestir vour á því að prófkjör væri besta leiðin við val frambjóðenda á listann.
fimmtudaginn 13. október.
Eysteinn Jónsson aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra var kosinn formaður
Fulltrúaráðsins til næstu tveggja ára og Arngrímur Guðmundsson yfirmaður öryggissviðs Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli var kosinn varaformaður til næstu tveggja ára.
Aðrir í stjórn eru Brynja Lind Sævarsdóttir formaður Félags Ungra
Framsóknarmanna í Reykjanesbæ, Oddný J.B. Mattadóttir formaður Bjarkar,
Félags Framsóknarkvenna í Reykjanesbæ og Einar Aðalbjörnsson formaður
Framsóknarfélags Reykjanesbæjar.
Varamenn í stjórn eru Guðný Kristjánsdóttir varabæjarfulltrúi, Ólöf
Sveinsdóttir og Andri Freyr Stefánsson laganemi.
Á aðalfundinum opnuðu þeir Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra og Hjálmar Árnason alþingismaður formlega heimasíðu Framsóknarfélaganna í Reykjanesbæ xbreykjanesbaer.is.
Sveitarstjórnarkosningarnar í maí á næsta ári voru aðal umræðuefni fundarins og skiptust fundarmenn einkum á skoðunum um það með hvaða
fyrirkomulagi ætti að velja frambjóðendur lista Framsóknarflokksins fyrir
komandi kosningar. Flestir vour á því að prófkjör væri besta leiðin við val frambjóðenda á listann.