Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Framsókn: Fær Helga Sigrún 3. sætið?
Laugardagur 27. janúar 2007 kl. 13:42

Framsókn: Fær Helga Sigrún 3. sætið?

Innan klukkustundar mun ráðast hver mun taka 3. sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, en Hjálmar Árnason sem hlaut sætið í prófkjörinu hefur ákveðið að taka sætið ekki. Innan tíðar hefst kjördæmisþing  og mun kjörstjórn þar leggja fram tillögu að skipun lista, sem þingið þarf að samþykkja.

Framsóknarkonan Eygló Harðardóttir, sem lenti í fjórða sæti prófkjörs flokksins í Suðurkjördæmi, er ósátt við að til standi að bjóða þriðja sætið til flokksmanns sem stóð utan prófkjörs.  Hún hafi lagt vinnu og fé í prófkjörið og hafi gefið kost á sér sem fulltrúi alls kjördæmisins og þar af leiðandi hlotið 3. flest atkvæðin í prófkjörinu.

Háar raddir hafa verið uppi um að Suðurnesjamanneskju verði boðið sæti Hjálmars og hafa nöfn Helgu Sigrúnar Harðardóttur úr Reykjanesbæ og Petrínu Baldursdóttur úr Grindavík heyrst oftast í því sambandi.

Í viðtali í Blaðinu í gær segir Helga Sigrún, sem er einnig skrifstofustjóri Framsóknarflokksins, að margir hefi komið að máli við sig, en engin ákvörðun hafi enn verið tekin.

Í kjölfarið hefur Framsóknarfélag Vestmannaeyja, heimabæjar Eyglóar, sent frá sér eftirfarandi ályktun:
Framsóknarfélag Vestmannaeyja lýsir ánægju með góða þátttöku í prófkjöri Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi um nýliðna helgi.  Jafnframt leggur félagið ríka áherslu á að framboðslisti flokksins fyrir Alþingiskosningarnar í vor verði skipaður því góða fólki sem lagði á sig mikla vinnu og mikinn kostnað við þátttöku í prófkjörinu.  Framsóknarfélag Vestmannaeyja leggur ríka áherslu á að lýðræðisleg kosning verði látin ráða og ákveði frambjóðendur að taka ekki þau sæti sem þeim ber á listanum skuli þeir frambjóðendur sem á eftir koma færast upp listann.  Það er mikilvægt að almennar leikreglur séu virtar svo flokkurinn þurfi ekki enn á ný að þola umræðu um spillingu, klíkuskap og reykfyllt bakherbergi.

Stjórn Framsóknarfélags Vestmannaeyja

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024