Aðsent

  • Framsókn ekki í sömu stöðu í Reykjavík
  • Framsókn ekki í sömu stöðu í Reykjavík
Miðvikudagur 9. júlí 2014 kl. 00:20

Framsókn ekki í sömu stöðu í Reykjavík

Framsókn og flugvallarvinir í Reykjavik eiga aðalmenn og varamenn í öllum helst ráðum.

„Í grein Kristins (Jakobssonar, bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins í Reykjanesbæ) kemur fram að fordæmi séu fyrir því að áheyrnarfulltrúar sitji í nefndum hjá stærri sveitarfélögum. Það má vera að Kristinn geti fundið fordæmi fyrir þessari ósk sinni  annars staðar, máli sínu til stuðnings, en það má líka finna dæmi  þess að þetta hafi verið gert eins og verið er að gera hér. Skemmst er að minnast þess að Framsóknarflokkurinn í Reykjavík er í sömu stöðu og flokkurinn er í  hér í Reykjanesbæ þ.e. með kjörna fulltrúa í borgarstjórn en ekki í fastanefndum,“ segir Guðbrandur Einarsson í grein í VF."

Þá óska ég eftir að koma eftirfarandi athugasemd á framfæri:

„Framsókn og flugvallarvinir í Reykjavik eiga aðalmenn og varamenn í öllum helst ráðum á vegum Reykjavíkurborgar: Borgarráði, velferðarráði, íþrótta-tómstundaráði, mannréttindaráði, umhverfis-skipulagsráði, menninga-ferðamálaráði, skóla-frístundaráði og stjórnkerfis-lýðræðisráði. Þá á flokkurinn áheyrnarfulltrúa í öllum hverfisráðum borgarinnar alls 10 talsins, innkauparáði og heilbrigðisnefnd.  

Þá skal það áréttað að þeir flokkar meirihlutans í Reykjavík (píratar og vinstri grænir ) eiga einnig áheyrnarfulltrúa í þeim nefndum og ráðum þa rsem þeir eiga ekki sæti sem aðalmenn, en meirihlutinn gerði grein fyrir þessu á borgarstjórnarfundi 16. júní sl. "

kveðja góð
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir
borgarfulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina í Reykjavík

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024