Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Mánudagur 28. apríl 2003 kl. 11:14

Framsókn eina framboðið með kosningaskrifstofu í Sandgerði

Framsókn í Suðurkjördæmi opnaði kosningaskrifstofu í gærkveldi, 25.04. í Sandgerði. Á milli 60-70 manns komu í veisluna. Ísólfur Gylfi Pálmason alþingismaður, Eygló Þóra Harðardóttir frambjóðandi í 4. sæti og Helga Sigrún Harðardóttir frambjóðandi í 5. sæti ávörpuðu samkomuna.Síðar um kvöldið sló Ísólfur Gylfi á létta strengi og spilaði nokkkur lög á gítar við góðar undirtektir veislugesta. Hjálmar Árnason alþingismaður var á stjórnmálafundi hjá Kiwanis í Keflavík þetta kvöld en mætti strax að þeim fundi loknum og ávarpaði samkomuna.

Frétt frá Framsóknarflokknum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024