Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Framsókn ályktar um Keflavíkurflugvöll
Mánudagur 5. mars 2007 kl. 14:58

Framsókn ályktar um Keflavíkurflugvöll

Á nýafstöðnu Flokksþingi Framsóknarflokksins var sérstaklega ályktað um Kelfavíkurflugvöll. Ályktunin er í samræmi við málflutning Framsóknarmanna í Reykjanesbæ um rekstrarfyrirkomulag Keflavíkurflugvallar.

Markmið ályktunarinnar er að auka samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar sem áfangastað, sérstaklega til að styrkja ferðaþjónustu í öllu landinu. Þá er telur Flokksþingið mikilvægt að fjármagn sem innheimt er af farþegum á alþjóðaflugvellinum renni til reksturs og atvinnuuppbyggingar á/og við Keflavíkurflugvöll með það að markmiði að auka þjónustu við flugfarþega og efla þannig ferðaþjónustu í öllu landinu.

Flokksþing Framsóknar telur að endurskoða þurfi lög um loftferðir og heimila sveigjanlegri verðlagningu til að nýta betur Keflavíkurflugvöll sem áfangastað fyrir flugfélög, fjölga ferðamönnum til Íslands og atvinnutækifærum í ferðaþjónustu.

Fyrstu skref
Stofna eitt hlutafélag í eigu ríkisins sem tæki yfir allan rekstur sem nú er á hendi Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, sem leiðir til lækkunar flugfargjalda vegna minni skatta og opinberra gjalda. Sala félagsins að hluta eða öllu leiti verði óheimil.

 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Framsóknarflokknum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024